Lýsing
Fjölmargir leggja leið sína um Melrakkasléttu og virða fyrir sér landið og náttúruna en vantar söguna sem hætta er á að glatist Sléttungu er ætlað að koma í veg fyrir það. Hún er lifandi frásögn; fróðleikur í bland við sögur og sagnir.
Í I. bindi er sögusviðinu lýst; leitað í sögur og sagnir og annan fróðleik. Sérfræðingar og áhugafólk rita m.a. um náttúruna, heilbrigðis- og skólamál, skipströnd og fjölbreytt menningarlífið.
Í II. bindi er rakin saga allra býla á Sléttu um tveggja alda skeið, eða frá því um 1800 og fram á 21. öldina; sagt frá ábúendum og daglegu lífi fólksins.
Í III. bindi er saga Raufarhafnar – bújarðarinnar, verslunarstaðarins og sjávarþorpsins allt frá því staðarins er fyrst getið og fram á þessa öld.
Yfir 1000 ljósmyndir eru í Sléttungu. Flestar tengjast efninu en margar eru óháðar stað og stund; lýsa þeim fjölbreytta ævintýraheimi sem Sléttan er. Einstök landakort af Melrakkasléttu eru í ritinu – með um 1000 örnefnum sem eru í fyrsta skipti staðsett af þeim sem best þekkja til; ómetanlegum fróðleik þar með bjargað. Sléttunga er kærkomin þeim sem unna þjóðlegum fróðleik, náttúru og sögu landsins.
Níels Árni Lund f. 1950 er kennaramenntaður og var kennari og skólastjóri um tíu ára skeið. Frá 1987 hefur hann starfað í Stjórnarráði Íslands, í því ráðuneyti sem farið hefur með landbúnaðarmál, lengst af sem skrifstofustjóri. Níels Árni er frá Miðtúni á Melrakkasléttu og þar nyrðra þekkir hann vel til – söguna, fólk og staði. Árið 1996 gaf hann út bókina Leiftur frá liðnum tímum – samantekt á handritum afa hans, Kristins Kristjánssonar bónda og járnsmiðs í Nýhöfn og árið 2005 kom út eftir Níels Árna bókin Af heimaslóðum – saga foreldra hans og samfélagsins við Leirhöfn. Þá gaf hann út Gamanvísur á geisladiski 2007.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.