Ferð höfundarins

Ferð höfundarins byggir á verkum goðsögufræðingsins Josephs Campbell. Hún leiðir í ljós hvaða aðferðum sagnaþulir á borð við Steven Spielberg og George Lucas hafa beitt við að semja sögur sem endurspegla þann goðsögulega arf sem borist hefur milli kynslóða frá upphafi vega.
Bókin er afar hagnýt þeim sem fást við ritsmíðar. Hún leiðir í ljós hið dulda mynstur sem býr í goðsögunum. Hún sýnir rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum hvernig söguþráður er byggður upp og bendir á leið til sannfærandi persónusköpunar.
Hún er einnig mikill fengur fyrir kvikmyndaunnendur og alla þá sem áhuga hafa á bókmenntum. Tekinn er fjöldi dæma úr kvikmyndum, sögum og goðsögnum, m.a. norrænum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ferð höfundarins”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *