Limrur á servíettum

kr. 6999

Þorsteinn Valdimarsson

 

Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977) samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru. Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar. Kom hann mörgum á óvart með útgáfu bókar sinnar Limrur. Kveðskapurinn var veruleg breyting frá fyrri kvæðasmíð hans, alvörunni var eilítið vikið til hliðar en gáski og glettni höfð í fyrirrúmi.

Þorsteinn var fagurkeri og hafði einkar fagra rithönd og gerði hann það sér til gamans að skrifa limrur sínar á fínlegar servíettur. Í þessari bók, Limrur á servíettum, eru nákvæmar eftirprentanir af árituðum servíettum sem hann skildi eftir sig. Þær eru margar til vitnis um hve gott vald skáldið hafði á móðurmálinu og rími og í þeim kennir margra grasa, allt frá dægurumræðu til stjórnmálalegra og heimspekilegra hugleiðinga. Þær eru oft fullar af gáska, spaugi og orðaleikjum fremur en alvöru, flestar hverjar hæfilega léttruglaðar eins og fyrri limrur skáldsins. Hér er um einstakt bókverk að ræða þar sem sameinast snilldar kveðskapur og listræn rithönd Þorsteins.

 

112 bls. | 210×210 | 2024 | ISBN 978-9935-520-54-8

Flokkur:

Lýsing

Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977) samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru. Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar. Kom hann mörgum á óvart með útgáfu bókar sinnar Limrur. Kveðskapurinn var veruleg breyting frá fyrri kvæðasmíð hans, alvörunni var eilítið vikið til hliðar en gáski og glettni höfð í fyrirrúmi.

Þorsteinn var fagurkeri og hafði einkar fagra rithönd og gerði hann það sér til gamans að skrifa limrur sínar á fínlegar servíettur. Í þessari bók, Limrur á servíettum, eru nákvæmar eftirprentanir af árituðum servíettum sem hann skildi eftir sig. Þær eru margar til vitnis um hve gott vald skáldið hafði á móðurmálinu og rími og í þeim kennir margra grasa, allt frá dægurumræðu til stjórnmálalegra og heimspekilegra hugleiðinga. Þær eru oft fullar af gáska, spaugi og orðaleikjum fremur en alvöru, flestar hverjar hæfilega léttruglaðar eins og fyrri limrur skáldsins. Hér er um einstakt bókverk að ræða þar sem sameinast snilldar kveðskapur og listræn rithönd Þorsteins.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Limrur á servíettum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *