Útsala!

Hvítakista

Original price was: kr. 4990.Current price is: kr. 2495.

Ingimar Erlendur Sigurðsson (Höfundur)

 

Hvítakista, nýjasta ljóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar, er um margt óvenjuleg, ef ekki einstæð, í íslenskum bókmenntum – fyrr og síðar. Hún er tileinkuð eiginkonu hans sálugri Margréti Blöndal, þjóðkunnri geðhjúkrunarkonu, en hana útnefnir hann í bókinni ljóðdís sína; og af ljóðunum má ráða, að þau voru einskonar tvíburasálir í lífi og verki, hennar sem hans, hvað kunnugir geta og staðfest.

 

Í heild og innra sem ytra fjallar Hvítakista um ástina, dauðann og trúna; hvernig sálir sem unnast upplifa þessa sammannlegu þrenningu – andspænis óhjákvæmilegum aðskilnaði, stundlegum í eilífðinni; hvernig sá sem eftir lifir samdeyr hinum fráfallna, lendir ofan í kistunni með honum, sem himinninn lokar eða jafnvel misk­unnarlausir aðstandendur; hvernig hann lifandi grafinn verður til lífs að komast upp úr henni, upprísa, farinn á sál og líkama, og yfirgefa þar – og aðeins þar – hinn látna og dauðagrafna ástvin sinn. En slíkt er eflaust nokkuð sem ófáir lesendur hafa sjálfir upplifað í nútíma, einir og yfirgefni­r – jafn­vel útskúfaðir – eða umfaðmaðir vandamönnum sínum.

 

Það gerir svo þessa merkilegu og áhrifamiklu bók enn átakanlegri, að Ingimar Erlendur hefur sjálfur myndhelgað hana í sama anda og ljóðin – ástin og dauðinn og trúin – með þrjátíu listaverkum, auk kápumynda, en myndir þessar eru ekki síður sérstakar og áhrifaríkar en ljóðin; enda höfundur óvenjulega fjölhæfur einfari sem listamaður, í smásögum, í skáldsögum, í ljóðagerð – og skáldlegri myndsköpun, sem sést og berlega sannast af þessari nýjustu bók hans, Hvítakistu.

 

352 bls. | 170×240 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-28-2

Ekki til á lager

Flokkur:

Lýsing

Hvítakista, nýjasta ljóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar, er um margt óvenjuleg, ef ekki einstæð, í íslenskum bókmenntum – fyrr og síðar. Hún er tileinkuð eiginkonu hans sálugri Margréti Blöndal, þjóðkunnri geðhjúkrunarkonu, en hana útnefnir hann í bókinni ljóðdís sína; og af ljóðunum má ráða, að þau voru einskonar tvíburasálir í lífi og verki, hennar sem hans, hvað kunnugir geta og staðfest.

 

Í heild og innra sem ytra fjallar Hvítakista um ástina, dauðann og trúna; hvernig sálir sem unnast upplifa þessa sammannlegu þrenningu – andspænis óhjákvæmilegum aðskilnaði, stundlegum í eilífðinni; hvernig sá sem eftir lifir samdeyr hinum fráfallna, lendir ofan í kistunni með honum, sem himinninn lokar eða jafnvel misk­unnarlausir aðstandendur; hvernig hann lifandi grafinn verður til lífs að komast upp úr henni, upprísa, farinn á sál og líkama, og yfirgefa þar – og aðeins þar – hinn látna og dauðagrafna ástvin sinn. En slíkt er eflaust nokkuð sem ófáir lesendur hafa sjálfir upplifað í nútíma, einir og yfirgefni­r – jafn­vel útskúfaðir – eða umfaðmaðir vandamönnum sínum.

 

Það gerir svo þessa merkilegu og áhrifamiklu bók enn átakanlegri, að Ingimar Erlendur hefur sjálfur myndhelgað hana í sama anda og ljóðin – ástin og dauðinn og trúin – með þrjátíu listaverkum, auk kápumynda, en myndir þessar eru ekki síður sérstakar og áhrifaríkar en ljóðin; enda höfundur óvenjulega fjölhæfur einfari sem listamaður, í smásögum, í skáldsögum, í ljóðagerð – og skáldlegri myndsköpun, sem sést og berlega sannast af þessari nýjustu bók hans, Hvítakistu.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hvítakista”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *