Description
Safn ljóða sem Ólafur Haukur hefur dregið saman úr ljóðabókum sínum. Ljóðabækurnar Unglingarnir í eldofninum, Má ég eiga við þig orð, Rauði svifnökkvinn og Rauða og svarta bókin vöktu athygli þegar þær komu út fyrir þær sakir að skáldið horfðist beint í augu við samtíðina, hugsunin var skýr og orðfærið hnitmiðað og skemmtilegt. Ljóðin hafa sum hver ratað inn í safnrit og skólabækur, en ljóðabækurnar eru löngu uppseldar, og því hefur orðið að ráði að fá skáldið sjálft til að raða saman í eitt bindi, eins konar „húslestrabók“, þeim ljóðum sem hann hefur mestar mætur á. Æskuljóð Hvíta mannsins er bók sem allir nýir og gamlir lesendur Ólafs Hauks Símonarson hljóta að taka fagnandi. Bókin er skreytt með teikningum Alfreðs Flóka og hafa sumar þeirra aldrei áður komið fyrir almennings sjónir.
Reviews
There are no reviews yet.