Description
Í þessari bók eru níu aríur úr óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Sjö þeirra eru umskrifaðar fyrir píanó af Snorra Sigfúsi Birgissyni og tvær eru umskrifaðar fyrir orgel af Gunnari Gunnarssyni.
Óperan Ragnheiður var frumflutt í konsertformi í Skálholtskirkju í ágúst 2013, en var sviðsett af Íslensku óperunni í mars 2014. Viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda voru einstaklega jákvæð og fékk verkið einróma lof. Konsertflutningurinn í Skálholti fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarviðburður ársins og Gunnar Þórðarson fékk verðlaunin sem tónhöfundur ársins. Uppfærsla Íslensku óperunnar fékk þrenn Grímuverðlaun; Elmar Gilbertsson sem söngvari ársins og Gunnar Þórðarson fyrir tónlist ársins, auk þess sem uppfærslan fékk Grímuverðlaun sem sýning ársins 2014.
Reviews
There are no reviews yet.