Augu stara á hjarta

kr. 3999

Stefán Snævarr (Höfundur)

 

Gegnum augu mín
horfa önnur augu.
Þau stara á þennan huga,
þetta hjarta.
Þessi orð.

 

Svo segir í fyrsta kvæði þessarar bókar. Ljóðin eru sjálfsskoðun og sjálfstjáning. Þó eru augun sem horfa á hug og hjarta „önnur augu“. Slík klofning sjálfsins er kjarni og vandi ljóðlistarinnar: hvernig getur sá sem er hluti af heiminum ort um heiminn, sjálfur um sjálfan sig? Hnitmiðuð ljóð Stefáns Snævarr eru í senn ljóðræn og tilvistarleg, huglæg og hlutlæg. Skáldið horfir á þjáninguna og lífsnautnina, hlutgerir tilfinningar í orðum sínum, en hver eru áhrif áhorfsins?
„Skáldgyðjan og viskugyðjan kveðast á í ritverkum mínum,“ segir Stefán í ritgerð sem hér fylgir ljóðunum þar sem hann gefur stutt yfirlit yfir skáldrit sín og tengsl þeirra við heimspekileg viðhorf sem hann hefur mótað og sett fram í fjölda rita.
Vésteinn Ólason

 

105 bls. | 135×210 | 2020 | ISBN 978-9935-520-02-9

Flokkur:

Lýsing

Gegnum augu mín
horfa önnur augu.
Þau stara á þennan huga,
þetta hjarta.
Þessi orð.

 

Svo segir í fyrsta kvæði þessarar bókar. Ljóðin eru sjálfsskoðun og sjálfstjáning. Þó eru augun sem horfa á hug og hjarta „önnur augu“. Slík klofning sjálfsins er kjarni og vandi ljóðlistarinnar: hvernig getur sá sem er hluti af heiminum ort um heiminn, sjálfur um sjálfan sig? Hnitmiðuð ljóð Stefáns Snævarr eru í senn ljóðræn og tilvistarleg, huglæg og hlutlæg. Skáldið horfir á þjáninguna og lífsnautnina, hlutgerir tilfinningar í orðum sínum, en hver eru áhrif áhorfsins?
„Skáldgyðjan og viskugyðjan kveðast á í ritverkum mínum,“ segir Stefán í ritgerð sem hér fylgir ljóðunum þar sem hann gefur stutt yfirlit yfir skáldrit sín og tengsl þeirra við heimspekileg viðhorf sem hann hefur mótað og sett fram í fjölda rita.
Vésteinn Ólason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Augu stara á hjarta”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *