Lýsing
Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall.
Staðráðinn í að finna þann eða þá sem vilja hann feigan leggur Jaakko upp í æsilega rússíbanareið þar sem harla óvenjulegir karakterar verða á vegi hans og fáránlegar aðstæður taka óvænta og skuggalega snúninga.
Maðurinn sem dó kom fyrst út árið 2016. Bókin sló strax í gegn og rataði fljótlega á alþjóðlega metsölulista. Höfundurinn, Antti Tuomainen, er fæddur í Helsinki 1971 og er með þekktustu glæpasagnahöfundum Finnlands. Hann hlaut finnsku glæpasagnaverðlaunin árið 2010 fyrir bók sína, Græðarann.
Maðurinn sem dó er þriðja bókin sem Sigurður Karlsson þýðir eftir Antti Tuomainen en áður þýddi hann Græðarannárið 2012 og Að gæta bróður míns 2014.
Árið 2022 voru gerðir sjónvarpsþættir í Finnlandi byggðir á sögunni Maðurinn sem dó og er nú önnur þáttaröð í bígerð.
Umsagnir:
Dökk og hrollvekjandi, fyndin og snjöll, þessi Fargo-íska saga
inniheldur banvænan skammt af húmor – og sveppum.
Sofi Oksanen, höfundur Hreinsunar.
Antti Tuomainen er dýrðlegur höfundur. Persónur hans,
atburðarás og umhverfi eru ávallt dregin
upp á meistaralegan hátt.
Yrsa Sigurðardóttir
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.