Fólkið frá Vörum í Garði

kr. 7999

Níels Árni Lund

 

Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum aftur í aldir, einkum þó Halldórs, sem var einn af 15 börnum Þorsteins Gíslasonar og Kristínar Þorláksdóttur í Melbæ í Leiru og síðar Meiðastöðum í Garði. Þorsteinn var kunnur sjósóknari, foringi byggðarlagsins og mikið hreystimenni – þriðji liður frá séra Snorra á Húsafelli. Kristjana og Halldór keyptu Varajörð 1910 og stunduðu þar búskap og útgerð. Þau eignuðust 13 börn. Halldór þótti einstakur skipstjóri og aflakló. Kristjana stýrði stóru heimili og vann við fiskvinnsluna þegar stundir gáfust. Varafjölskyldan var stór þátttakandi í  félagslífi Garðsins. Allir bátar Halldórs báru nafnið Gunnar Hámundarson. Við bát og útgerð tóku synir Varahjónanna, Þorvaldur og Gísli, kunnir aflaskipstjórar svo og Þorsteinn Kristinn sem sá um fiskvinnsluna.  Undir lok 20. aldarinnar tók þriðja kynslóðin við af þeim.

 

264 bls. | 185×240 | 2024 | ISBN 978-9935-520-56-2

 

Lýsing

Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum aftur í aldir, einkum þó Halldórs, sem var einn af 15 börnum Þorsteins Gíslasonar og Kristínar Þorláksdóttur í Melbæ í Leiru og síðar Meiðastöðum í Garði. Þorsteinn var kunnur sjósóknari, foringi byggðarlagsins og mikið hreystimenni – þriðji liður frá séra Snorra á Húsafelli. Kristjana og Halldór keyptu Varajörð 1910 og stunduðu þar búskap og útgerð. Þau eignuðust 13 börn. Halldór þótti einstakur skipstjóri og aflakló. Kristjana stýrði stóru heimili og vann við fiskvinnsluna þegar stundir gáfust. Varafjölskyldan var stór þátttakandi í  félagslífi Garðsins. Allir bátar Halldórs báru nafnið Gunnar Hámundarson. Við bát og útgerð tóku synir Varahjónanna, Þorvaldur og Gísli, kunnir aflaskipstjórar svo og Þorsteinn Kristinn sem sá um fiskvinnsluna.  Undir lok 20. aldarinnar tók þriðja kynslóðin við af þeim.

Saga Varafjölskyldunnar er sögum margra lík – fjölskyldna, þar sem dugnaður, samvinna og heiðarleiki skiptu sköpum í lífsbaráttunni  – og gera enn.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fólkið frá Vörum í Garði”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *