Lýsing
Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist – og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir skilningarvitin og skerpir sköpunarþrána. Og hann gengur aldrei samur maður á veg, heldur rórri í sálinni, ríkari af friði, enda áminntur um að náttúran er hans og hann er náttúran.
Bókin er á íslensku og ensku.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.