Lýsing
Er líklegt að tilraunir Vesturlanda til uppbyggingar í Afganistan skili árangri? Hafa Bandaríkjamenn gert ægileg mistök með framgöngu sinni í Írak og með rekstri fangabúðanna í Guantanamo á Kúbu? Hvað verður um þau hundruð þúsunda Íraka sem flúið hafa blóðbaðið í heimalandi sínu? Eiga þeir sér nokkra von?
Davíð Logi Sigurðsson tekst m.a. á við þessar spurningar í bókinni enda nokkrar af helstu pólitísku spurningum samtímans. Hann hefur á undanförnum árum heimsótt mörg helstu átakasvæði heimsins. Hér gerir hann svonefnt stríð gegn hryðjuverkum að umtalsefni en í forgrunni er þó fólkið sem orðið hefur á vegi hans.
Davíð Logi hefur starfað á Morgunblaðinu í tæpan áratug. Hann hlaut í febrúar sl. blaðamannaverðlaun ársins 2006 fyrir skrif sín um alþjóðamál, einkum greinar um fangabúðirnar í Guantanamo og Íslensku friðargæsluna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.