Lýsing
Þórður Tómasson í Skógum hefur allt frá barnsaldri haldið til haga íslenskri þjóðfræði í minningum og minjum. Stærsta minjasafn landsins utan Reykjavíkur, Byggðasafnið í Skógum, er orðið til fyrir elju hans og atbeina. Það er sótt heim ár hvert af tugþúsundum gesta, innlendra og útlendra.
Frá hendi hans hafa komið út margar bækur um íslenska þjóðhætti, þjóðsögur og fjölþættan fróðleik frá liðinni tíð. Þessi, Íslensk þjóðfræði, er átjánda bók Þórðar.
Hér er fjallað um heyskap, um æskuminningar Þórðar frá heyönnum, um forneskju tengda fjósum, um minjastaðinn merka, Stóru-Borg, um fornt handverk í spónasmíði, um hvannir til matar og heilsubótar, um huldufólk, um ættarfylgjur, svo að dæmi séu nefnd.
Myndefni bókarinnar er mikilsvert. Þetta er réttnefnd sýnisbók þess sem Þórður hefur „komið undan kólgu/svo það kæfði ekki allt í sand.“
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.