Sale!

Opið land. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna (kilja)

Original price was: kr. 1780.Current price is: kr. 990.

Eiríkur Bergmann Einarsson (Höfundur)

 

Í bókinni eru tengsl Íslands við umheiminn skoðuð út frá víðu sjónarhorni. Fjallað eru um meginþræði í utanríkisstefnu Íslands, meðal annars um tengslin yfir Atlantshafið og stöðu Íslands í Evrópusamrunanum. Einnig er rætt um afstöðuna til hnattvæðingar, innflytjenda, búfjötra og stöðu tungunnar svo nokkur svið samfélagsins séu nefnd.

 

Í bókinni er spurt um afstöðu Íslendinga til erlends samstarfs: Hvar á Ísland heima? Hver er staða landsins í samfélagi þjóðanna? Hvers vegna hafa Íslendingar verið tregir í taumi í evrópskri samvinnu? Hafa tengslin við Bandaríkin rofnað eftir að herinn fór? Af hverju óttumst við hnattvæðingu, innflytjendur, erlendar tungur og innflutt matvæli?

 

Eiríkur Bergmann Einarsson er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólanns á Bifröst. Eiríkur hefur um árabil rannsakað tengsl Íslands við umheiminn og eftir hann liggja fjölmörg rit á því sviði; bækur, ritgerðir, greinar og pistlar.

 

 

Umsagnir:
„Skemmtileg lesning, … merkileg bók.“
Egill Helgason, Silfur Egils, Stöð 2, 25. mars 2007.

 

„Læsileg bók … hægt að lesa hana eins og reyfara.“
Jóhann Hauksson, Morgunhaninn, Útvarpi Sögu, 27. mars 2007.

 

„Eiríkur Bergmann kemur sterkur inn í stjórnmálaumræðuna með bókinni sinni Opið land þar sem hann skoðar átökin á Íslandi undanfarna áratugi með því að skipta baráttumönnum í innilokunarfólk og opingáttarfólk – alþjóðasinna eða heimóttamenn. … Bókin er skemmtileg aflestrar, upplýsandi og þarft innleggg í umræðuna … Margar af ábendingum hans eru snallar og skemmtilegar.“
Börkur Gunnarsson, Viðskiptablaðið 4. maí 2007.

 

„Mjög skemmtileg lesning. Höfundur hefur skýra sýn og tekur afdráttarlausa afstöðu.“
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, á fundi Félags stjórnmálafræðinga í Þjóðminjasafninu 27. mars 2007

 

„… gott innleg í þjóðmálaumræðuna og skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á þjóðmálum á Íslandi.“
Hallur Magnússon. hallurmagg.blog.is, 27. mars 2007.

 

„Mjög fróðleg bók.“
Freyr Eyjólfsson, Síðdegisútvarp Rásar 2, 26. mars 2007.

 

138 bls. | 125 x195 mm | 2007 | ISBN 978-9979-772-84-2

Description

Í bókinni eru tengsl Íslands við umheiminn skoðuð út frá víðu sjónarhorni. Fjallað eru um meginþræði í utanríkisstefnu Íslands, meðal annars um tengslin yfir Atlantshafið og stöðu Íslands í Evrópusamrunanum. Einnig er rætt um afstöðuna til hnattvæðingar, innflytjenda, búfjötra og stöðu tungunnar svo nokkur svið samfélagsins séu nefnd.

 

Í bókinni er spurt um afstöðu Íslendinga til erlends samstarfs: Hvar á Ísland heima? Hver er staða landsins í samfélagi þjóðanna? Hvers vegna hafa Íslendingar verið tregir í taumi í evrópskri samvinnu? Hafa tengslin við Bandaríkin rofnað eftir að herinn fór? Af hverju óttumst við hnattvæðingu, innflytjendur, erlendar tungur og innflutt matvæli?

 

Eiríkur Bergmann Einarsson er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólanns á Bifröst. Eiríkur hefur um árabil rannsakað tengsl Íslands við umheiminn og eftir hann liggja fjölmörg rit á því sviði; bækur, ritgerðir, greinar og pistlar.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Opið land. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna (kilja)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *