Alkasamfélagið
kr. 4480 Original price was: kr. 4480.kr. 1490Current price is: kr. 1490.
Orri Harðarson (Höfundur)
Haustið 1994 var Orri Harðarson staddur í sinni fyrstu áfengismeðferð hjá SÁÁ, þá handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Framtíðin virtist þó ekki björt og næstu þrettán árin háði Orri langa og stranga baráttu við Bakkus, þar sem ótal áfengismeðferðir og bindindistilraunir innan AA-samtakanna virtust engan endi ætla að taka.
Hinn trúlausi existensíalisti fann til vaxandi andúðar í garð meintrar mannræktarstefnu AA-samtakanna, sem reyndist við nánari skoðun vera taumlaus trúarinnræting. Í stað þess að hlýða „tillögum“ í boðhætti um að krjúpa á kné og gefast upp fyrir Guði, kaus Orri að nýta gagnrýna hugsun sína og sjálfsþekkingu til að byggja upp nýtt líf án áfengis.
Alkasamfélagið er opinská og afhjúpandi frásögn af þeim samfélagskima sem blasir við íslenskum alkóhólista sem vill hætta neyslu sinni.
Umsagnir um bókina:
Hér er gagnlegt innlegg í baráttuna við þjóðarsjúkdóm Íslendinga, drykkjusýkina. Þetta er beinskeytt og heiðarleg bók eftir ástríðufullan þverhaus, einstaklingshyggjumann og sannleiksunnanda sem hættir ekki fyrr en hann finnur sína eigin leið út úr vítahringnum.
– Guðmundur Andri Thorsson
Alkasamfélagið er ekkert minna en skyldulesning fyrir áhugafólk um áfengismál. Hún er skemmtileg, beinlínis fyndin á köflum og væmnislaus. Allir þeir 30.000 Íslendingar sem hafa farið í gegnum meðferðarapparatið ættu ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.
– Teitur Atlason, vantru.is
151 bls. | 135 x 210 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-32-9
Description
Haustið 1994 var Orri Harðarson staddur í sinni fyrstu áfengismeðferð hjá SÁÁ, þá handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Framtíðin virtist þó ekki björt og næstu þrettán árin háði Orri langa og stranga baráttu við Bakkus, þar sem ótal áfengismeðferðir og bindindistilraunir innan AA-samtakanna virtust engan endi ætla að taka.
Hinn trúlausi existensíalisti fann til vaxandi andúðar í garð meintrar mannræktarstefnu AA-samtakanna, sem reyndist við nánari skoðun vera taumlaus trúarinnræting. Í stað þess að hlýða „tillögum“ í boðhætti um að krjúpa á kné og gefast upp fyrir Guði, kaus Orri að nýta gagnrýna hugsun sína og sjálfsþekkingu til að byggja upp nýtt líf án áfengis.
Alkasamfélagið er opinská og afhjúpandi frásögn af þeim samfélagskima sem blasir við íslenskum alkóhólista sem vill hætta neyslu sinni.
Reviews
There are no reviews yet.