Ræktun fólks og foldar. Ævisaga Valgerðar Halldórsdóttur og Runólfs Sveinssonar skólastjóra og landgræðslustjóra

kr. 6990

Friðrik G. Olgeirsson (Höfundur)

 

Ræktun fólks og foldar er ævisaga frumkvöðlahjónanna Runólfs Sveinssonar og Valgerðar Halldórsdóttur. Greint er frá uppvexti þeirra, námi og störfum. Bókin er hvort tveggja í senn saga hugsjónafólks sem lagði sitt af mörkum til að efla hag lands og lýðs og saga baráttukonu sem varð ekkja með þrjá unga syni aðeins rúmlega fertug.

 

Runólfur Sveinsson lauk ungur námi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, varð skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri aðeins 26 ára gamall og átti þar 11 ára giftusamlegan feril. Hann hafði svo ógleymanleg áhrif á nemendur sína að flestum fannst þeir eiga honum að þakka þroska og velgengni sína síðar á ævinni. Á næstum eins árs námsferðalagi sínu um Bandaríkin 1944-1945 kynntist hann ýmsum nýjungum á sviði búvísinda og svo heillaður varð hann af starfi Bandaríkjamanna á sviði landgræðslu að stuttu eftir heimkomuna söðlaði hann um og gerðist sandgræðslustjóri. Hann var frumkvöðull í landgræðslu og á ýmsum sviðum landbúnaðar. Meðal annars átti hann mikinn þátt í vélvæðingu landbúnaðarins um miðja síðustu öld. Runólfur féll frá langt fyrir aldur fram árið 1954, aðeins 44 ára gamall, en hafði afkastað ótúlega miklu.

 

Valgerður Halldórsdóttir fór ung að árum utan til náms í matreiðslu og hússtjórnarfræðum og gerðist að námi loknu fyrsti skólastjóri Húsmæðraskólans að Laugalandi í Eyjafirði, aðeins 25 ára gömul. Eftir að hún giftist Runólfi settist hún að á Hvanneyri og síðar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Var eftir því tekið hversu vel og glæsilega hún stóð við hlið mannsins síns og veitti forstöðu tveimur mannmörgum heimilum á ríkisbúum. Eftir að hann féll frá kom það í hennar hlut að skapa sonum þeirra möguleika til menntunar og þroska. Það tókst henni með atorku og harðfylgi þótt víða væri þröngt í búi hjá Íslendingum á þeim árum.

 

335 bls. | 170 x 240 mm | 2009 | ISBN 978-9979-655-62-6

Lýsing

Ræktun fólks og foldar er ævisaga frumkvöðlahjónanna Runólfs Sveinssonar og Valgerðar Halldórsdóttur. Greint er frá uppvexti þeirra, námi og störfum. Bókin er hvort tveggja í senn saga hugsjónafólks sem lagði sitt af mörkum til að efla hag lands og lýðs og saga baráttukonu sem varð ekkja með þrjá unga syni aðeins rúmlega fertug.

 

Runólfur Sveinsson lauk ungur námi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, varð skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri aðeins 26 ára gamall og átti þar 11 ára giftusamlegan feril. Hann hafði svo ógleymanleg áhrif á nemendur sína að flestum fannst þeir eiga honum að þakka þroska og velgengni sína síðar á ævinni. Á næstum eins árs námsferðalagi sínu um Bandaríkin 1944-1945 kynntist hann ýmsum nýjungum á sviði búvísinda og svo heillaður varð hann af starfi Bandaríkjamanna á sviði landgræðslu að stuttu eftir heimkomuna söðlaði hann um og gerðist sandgræðslustjóri. Hann var frumkvöðull í landgræðslu og á ýmsum sviðum landbúnaðar. Meðal annars átti hann mikinn þátt í vélvæðingu landbúnaðarins um miðja síðustu öld. Runólfur féll frá langt fyrir aldur fram árið 1954, aðeins 44 ára gamall, en hafði afkastað ótúlega miklu.

 

Valgerður Halldórsdóttir fór ung að árum utan til náms í matreiðslu og hússtjórnarfræðum og gerðist að námi loknu fyrsti skólastjóri Húsmæðraskólans að Laugalandi í Eyjafirði, aðeins 25 ára gömul. Eftir að hún giftist Runólfi settist hún að á Hvanneyri og síðar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Var eftir því tekið hversu vel og glæsilega hún stóð við hlið mannsins síns og veitti forstöðu tveimur mannmörgum heimilum á ríkisbúum. Eftir að hann féll frá kom það í hennar hlut að skapa sonum þeirra möguleika til menntunar og þroska. Það tókst henni með atorku og harðfylgi þótt víða væri þröngt í búi hjá Íslendingum á þeim árum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ræktun fólks og foldar. Ævisaga Valgerðar Halldórsdóttur og Runólfs Sveinssonar skólastjóra og landgræðslustjóra”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *