Útsala!

Að vera eða sýnast. Gagnrýnin hugsun á tímum sjónarspilsins (kilja)

Original price was: kr. 1780.Current price is: kr. 990.

Hörður Bergmann (Höfundur)

 

Bókin fjallar um þann margháttaða tilbúning sem er orðinn hluti veruleikans. Greint er hvað einkennir atganginn á markaðnum og á vettvangi stjórnmálanna. Fyrri hluti bókarinnar, Tilbúningurinn, fjallar um aðferðir þeirra sem bjóða almenningi vörur sínar, þjónustu, hugmyndir og hefðarspeki. Gagnrýnin beinist að kreddum, haldlitlum fullyrðingum og sjónarspili sem beinist að því að vekja athygli, auka sölu eða afla fylgis meðal kjósenda. Vísað er til annarra hugmynda um framfaraleiðir en þeirra sem mest er látið með.

 

Seinni hlutinn, Veruleikinn, fjallar um aðferðir til að átta sig, sjá í gegnum fjölmiðluð látalæti, bull og blekkingar og rekja sundur varasaman heilaspuna. Þar er yfirlit um einkenni gagnrýninnar hugsunar, kröfur til málefnalegrar umræðu og fjallað um málnotkun og stílbrögð þeirra sem taka þátt í að túlka veruleikann og láta að sér kveða í baráttu um hugmyndalegt forræði, reyna að ráða sem mestu um mótun þess sem höfundurinn nefnir opinberan sannleika. Þar er átt við ríkjandi hugmyndir í fésýslu, stjórnsýslu og þjóðmálaumræðunni yfirleitt, oft mótaðar af þeim sem sitja valdastóla ríkisins og stórfyrirtækja en geta einnig vaxið upp af grasrótinni og eflst í mótbyr þar til nýjar hugmyndir verða ríkjandi. Skoðað er hvaða stoðir undir opinberum sannleika virðast fúnar og dreginn saman efniviður í haldbetri hugmyndasmíði.

 

Segja má að leit að upplýsandi umræðuháttum og leið að sannkölluðu lýðræði gangi eins og rauður þráður gegnum verkið. Það miðar bæði að því að efla dómgreind lesandans – og hæfni til að tjá sig með markvissum hætti.

 

154 bls. | 122 x 195 mm | 2007 | ISBN 978-9979-772-82-8

Lýsing

Bókin fjallar um þann margháttaða tilbúning sem er orðinn hluti veruleikans. Greint er hvað einkennir atganginn á markaðnum og á vettvangi stjórnmálanna. Fyrri hluti bókarinnar, Tilbúningurinn, fjallar um aðferðir þeirra sem bjóða almenningi vörur sínar, þjónustu, hugmyndir og hefðarspeki. Gagnrýnin beinist að kreddum, haldlitlum fullyrðingum og sjónarspili sem beinist að því að vekja athygli, auka sölu eða afla fylgis meðal kjósenda. Vísað er til annarra hugmynda um framfaraleiðir en þeirra sem mest er látið með.

 

Seinni hlutinn, Veruleikinn, fjallar um aðferðir til að átta sig, sjá í gegnum fjölmiðluð látalæti, bull og blekkingar og rekja sundur varasaman heilaspuna. Þar er yfirlit um einkenni gagnrýninnar hugsunar, kröfur til málefnalegrar umræðu og fjallað um málnotkun og stílbrögð þeirra sem taka þátt í að túlka veruleikann og láta að sér kveða í baráttu um hugmyndalegt forræði, reyna að ráða sem mestu um mótun þess sem höfundurinn nefnir opinberan sannleika. Þar er átt við ríkjandi hugmyndir í fésýslu, stjórnsýslu og þjóðmálaumræðunni yfirleitt, oft mótaðar af þeim sem sitja valdastóla ríkisins og stórfyrirtækja en geta einnig vaxið upp af grasrótinni og eflst í mótbyr þar til nýjar hugmyndir verða ríkjandi. Skoðað er hvaða stoðir undir opinberum sannleika virðast fúnar og dreginn saman efniviður í haldbetri hugmyndasmíði.

 

Segja má að leit að upplýsandi umræðuháttum og leið að sannkölluðu lýðræði gangi eins og rauður þráður gegnum verkið. Það miðar bæði að því að efla dómgreind lesandans – og hæfni til að tjá sig með markvissum hætti.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Að vera eða sýnast. Gagnrýnin hugsun á tímum sjónarspilsins (kilja)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *