Lýsing
Í haust voru 60 ár liðin síðan Melaskóli hóf starfsemi. Skólinn fagnaði þessum tímamótum með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu nýrrar bókar um skólann sem geymir minningar allra þeirra kynslóða vesturbæinga sem stundað hafa nám í skólanum. Bókin er mikil að vöxtum, 527 síður í stóru broti. Helstu efnisþættir eru eftirfarandi:
– Ágrip af sögu skólans þar sem jafnframt er fjallað um forvera hans, Skildinganesskólann, sem hóf starfsemi árið 1929.
– Kennaratal skólans með fæðingar- og dánarárum og kennslutíma hvers kennara.
– Skrá yfir alla nemendur skólans ásamt bekkjarmynd.
– Stuttar hugleiðingar yfir 50 nemenda frá ýmsum tímum um veru sína í skólanum.
– Hundruð ljósmynda úr skólalífinu í 60 ár.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.