Description
Icelandic Epic Song
Íslenskur rímnakveðskapur var eitt helsta bókmenntaform á Íslandi frá því á 14. öld og fram undir aldamótin 1900. Af ýmsum ástæðum hefur sáralítið verið fjallað um þetta listform á síðustu áratugum. Í bókinni rannsakar Hreinn Steingrímsson einkum listina að kveða rímur, þ.e. tónlistina sem tengist rímunum. Heimildir hans voru upptökur sem gerðar voru af rímnakveðskap á árunum 1958-1974 á vegum Þjóðminjasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þessar upptökur fylgja bókinni á geisladiski. Kvæðamennirnir sem rannsóknin byggir á voru allir fæddir á 19. öld og flestir ættaðir úr Breiðafirði, en höfundurinn taldi að þar hefðu gamlar hefðir við kvæðaskap varðveist lengur en annars staðar.
Reviews
There are no reviews yet.