Description
Þegar menn tóku að flytjast til Íslands urðu þeir þess fljótt varir að í landinu voru fyrir á fleti ýmsar huldar vættir. Fyrirferðarmestar þeirra voru tröllin sem bjuggu á fjöllum uppi um land allt. Einnig slæddist nokkuð af tröllum eða hálftröllum hingað til lands á landnámsöld, einkum frá Noregi, en þar voru þau á hverju strái. Þetta voru varhugaverðar skepnur sem höfðu þó mörg einkenni manna. Landsmenn áttu mikil samskipti við tröllin, sérstaklega á fyrri öldum. Á síðari tímum virðist sem þeim hafi fækkað nokkuð og heyrir nú til undantekninga að þeirra verði vart.
Í þessu verki eru dregnar saman flestallar þekktar frásagnir af íslenskum tröllum. Þeim er raðað eftir landshlutum og í þessu fyrra bindi eru frásagnir frá Mýrdal í austri, vestur um land og norður í Skagafjörð.
Í bókinni er fjöldi mynda enda þótt ekki hafi enn tekist að ná góðum ljósmyndum af lifandi tröllum. Hins vegar hefur mörg tröll dagað uppi í aldanna rás og birtist fjöldi þeirra hér.
Reviews
There are no reviews yet.