Útsala!

Guantánamo. Herferð gegn mannréttindum

kr. 990

 

Delta-búðirnar við Guantánamo-flóa á Kúbu eru umdeildasta fangelsi í heiminum. Enn sitja þar um 600 fangar án dóms og laga, réttindalausir með öllu. Eru þetta harðsvíruðustu hryðjuverkamenn al-Kaída eins og Bush-stjórnin heldur fram? Og hefur fangelsun þeirra reynst árangursrík í stríðinu gegn hryðjuverkum, komið í veg fyrir frekari ódæði og aflað mikilvægra upplýsinga?

David Rose leitast við að svara þessum spurningum í bókinni. Hann heimsótti búðirnar á síðasta ári og tók viðtöl við fangaverði, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk, m.a. fangelsisstjórann. Hann lýsir í bókinni hinu kæfandi andrúmslofti sem þar ríkir, sífelldum árásum á fanga, og andlegu og líkamlegu harðræði. Í Guantánamo er margra alda gömlum hugmyndum um meðferð fanga varpað fyrir róða sem sýnir okkur að í stríðinu gegn hryðjuverkum verða mannréttindi fyrst til að hverfa.

Sláandi greinargerð um kerfisbundnar pyntingar á 600 föngum, þar sem kastljósinu er beint að vafasömu gildi hinna „gríðarlega mikilvægu upplýsinga“ sem „uppskornar“ hafa verið.
– Scotland on Sunday, 31. okt. 2004

Með Guantánamo hefur David Rose sent frá sér ádeilu sem byggir á ítarlegum rannsóknum. Hann er rekinn áfram af reiðiþrunginni réttlætiskennd án þess þó að það hafi áhrif á efnistök … Rose á svo sannarlega skilið að bók hans
sé lesin.
– San Francisco Chronicle, 21. nóv. 2004

Í hinni áhrifamiklu bók, Guantánamo – Herferð gegn hryðjuverkum, eftir blaðamanninn David Rose, kemur berlega í ljós hvaða brot Bush og Blair fremja um þessar mundir.
– The Independent

Af öllum þeim bókum sem ég hef mælt með á þessu ári er Guantánamo sú mikilvægasta. Þú verður að lesa hana. Svo einfalt er það.
– The Guardian, 30. okt. 2004

Glögg og yfirgripsmikil úttekt. Ískaldur áfellisdómur yfir ríkisstjórn Bandaríkjanna.
– Harold Pinter

Heimasíða Davids

 

166 bls. | 145 x 215 mm | 2004 | ISBN 9979-772-40-9

Flokkur:

Lýsing

Delta-búðirnar við Guantánamo-flóa á Kúbu eru umdeildasta fangelsi í heiminum. Enn sitja þar um 600 fangar án dóms og laga, réttindalausir með öllu. Eru þetta harðsvíruðustu hryðjuverkamenn al-Kaída eins og Bush-stjórnin heldur fram? Og hefur fangelsun þeirra reynst árangursrík í stríðinu gegn hryðjuverkum, komið í veg fyrir frekari ódæði og aflað mikilvægra upplýsinga?

David Rose leitast við að svara þessum spurningum í bókinni. Hann heimsótti búðirnar á síðasta ári og tók viðtöl við fangaverði, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk, m.a. fangelsisstjórann. Hann lýsir í bókinni hinu kæfandi andrúmslofti sem þar ríkir, sífelldum árásum á fanga, og andlegu og líkamlegu harðræði. Í Guantánamo er margra alda gömlum hugmyndum um meðferð fanga varpað fyrir róða sem sýnir okkur að í stríðinu gegn hryðjuverkum verða mannréttindi fyrst til að hverfa.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Guantánamo. Herferð gegn mannréttindum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *