Steinþór Steingrímsson

Steingrímur Steinþórsson (1951) er bókaútgefandi og eigandi Skruddu ehf. Hann stundaði nám í sagnfræði og mannfræði við Uppsalaháskóla og lauk fil. kand. prófi 1980 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1983. Hann hefur lengi verið viðriðinn útgáfustörf en hefur einnig fengist við kennslu. Eftir hann hafa komið út þrjár bækur: Víkingar – kennslubók fyrir grunnskóla (1989), Saga Hvammstanga I (1995) og Saga Hvammstanga II (2008) sem hann ritaði ásamt Friðrik G. Olgeirssyni. Hann hefur einnig fengist við þýðingar auk þess að ritstýra fjölda bóka.