Frygð og fornar hetjur. Kynlíf í Íslendingasögum

kr. 3899

Óttar Guðmundsson (Höfundur)

 

Íslendingasögur og Sturlunga eru merkasta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna. Saga fyrstu landnemanna og ættingja þeirra er rakin. Höfuðáhersla er lögð á átök, heiður og hefnd en minna fjallað um náin samskipti kynjanna.

 

Í þessari bók skrifar Óttar Guðmundsson geðlæknir um kynlíf og ástir á söguöld. Árið 2012 gaf Óttar út metsölubókina Hetjur og hugarvíl sem fjallaði um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í sögunum. Nú gengur hann skrefinu lengra og gægist undir rekkjuvoðirnar í baðstofum og skálum sögualdar og lýsir því sem fyrir augu ber. Íslendingasögur eru bæði siðprúðar og kvenfjandsamlegar bókmenntir þar sem höfundar veigra sér við að ræða opinskátt um kynlíf og ástarmál.

 

Óttar skoðar sögurnar með augum geðlæknis, túlkar og les milli línanna. Frygð og fornar hetjur bregður upp nýstárlegri og forvitnilegri mynd af ástarlífi á róstusömum tímum.

 

UMSAGNIR

 

Óttar Guðmundsson gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir annmörkum þess vísindalega tækjabanka sem hann sækir í. Hann hefur fullan húmor fyrir þessum læknisfræðum sem að vonum mátti skynja talsvert miklu betur þegar á hann sjálfan var hlýtt, en við lestur bókarinnar, svo ágæt sem hún nú er.

Jón Viðar Jónsson bókmenntafræðingur

 

Óttar er aftur mættur til leiks með afar fróðlega og læsilega bók um ástalíf Íslendinga og samskipti kynjanna á Söguöld, Frygð og fornar hetjur. Hann einkar fundvís á áhugaverða kafla úr Íslendingasögunum og eins og áður í bókum hans er húmorinn aldrei langt undan. Inn á milli er þó dapurlegur eða jafnvel harmrænn undirtónn, einkum þegar hann fjallar um örlög þeirra fjölmörgu kvenna og unglingsstúlkna sem máttu sín lítils í karlaveldinu. Óttar skoðar þessar fornu hetjur út frá sjónarhorni nútima geðlæknis og kynlífsfræðings og er óhræddur við að geta í eyðurnar um sálarástand sögupersónanna. Ég mæli eindregið með einstaklega áhugaverðri, fræðandi og skemmtilegri bók.

Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir

 

Fróðlegur skemmtilestur sem opnar lesendum nýjar víddir á miðaldabókmenntir Íslendinga. Í bók Óttars er allt undir, hetjur í hommaskap, þekktir óeirðamenn um kvennafar og harmsögulegar ástasögur. Umfjöllunin um þetta er bæði fyndin og djúprist í yfirgripsmikilli þekkingu höfundar á miðaldabókmenntum okkar og faglegri þekkingu á hvatalífi mannskepnunnar – ómetanlegt framlag til fræðanna.

Bjarni Harðarson útgefandi

 

Með húmor og samúð þreifar geðlæknirinn Óttar Guðmundsson á veikustu punktum fornkappa okkar. Veikleikum sem hafa reynst mörgum manninum þungur baggi fram á þennan dag. Íslendingar hafa löngum speglað sig í fornum hetjum Íslendingasagna, hér birtist í samúð og húmor ný sýn á þessari íslensku þjóðarvitund.

Magnús Jónsson leiðsögumaður

Lýsing

Íslendingasögur og Sturlunga eru merkasta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna. Saga fyrstu landnemanna og ættingja þeirra er rakin. Höfuðáhersla er lögð á átök, heiður og hefnd en minna fjallað um náin samskipti kynjanna.

 

Í þessari bók skrifar Óttar Guðmundsson geðlæknir um kynlíf og ástir á söguöld. Árið 2012 gaf Óttar út metsölubókina Hetjur og hugarvíl sem fjallaði um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í sögunum. Nú gengur hann skrefinu lengra og gægist undir rekkjuvoðirnar í baðstofum og skálum sögualdar og lýsir því sem fyrir augu ber. Íslendingasögur eru bæði siðprúðar og kvenfjandsamlegar bókmenntir þar sem höfundar veigra sér við að ræða opinskátt um kynlíf og ástarmál.

 

Óttar skoðar sögurnar með augum geðlæknis, túlkar og les milli línanna. Frygð og fornar hetjur bregður upp nýstárlegri og forvitnilegri mynd af ástarlífi á róstusömum tímum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Frygð og fornar hetjur. Kynlíf í Íslendingasögum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *