Jöklaveröld. Náttúra og mannlíf

 

Hér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.

 

Egill Jónsson fjallar m.a. um sambýli Austur-Skaftfellinga við Vatnajökul allt frá landnámstíð. Sveinn Runólfsson skrifar um landkosti og landbætur í Austur-Skaftafellssýslu, gróðurskilyrði og gróðurfar og þá þróun sem hefur átt sér stað í landkostum í Austur-Skaftafellssýslu af náttúrunnar og manna völdum, einkum á síðustu áratugum. Páll Bergþórsson, fv. veðurstofustjóri, skrifar kafla sem hann kallar Tilraunasal veðranna og gerir þar grein fyrir loftslagi og jöklabreytingum allt frá landnámi og áhrif veðurfars á efnahag. Páll Imsland jarðfræðingur skrifar um landsig og landris í Hornafirði af völdum litlu-ísaldar og áhrif á náttúrufar og mannlíf. Jón Jónsson, jarðfræðingur gerir grein fyrir jarðsögu svæðisins og Guðmundur Ómar Friðleifsson skrifar um fornar eldstöðvar við Hornafjörð. Helgi Björnsson og Finnur Pálsson lýsa nýjum rannsóknum á landi undir jöklum í Austur-Skaftafellssýslu.

 

Í bókina skrifa ennfremur tveir sænskir Íslandsvinir. Carl Mannerfelt sem tók þátt í Sænsk-íslenska rannsóknaleiðangrinum á Vatnajökul 1936 og greinir hann frá minningum úr þeirri ferð og Gunnar Hoppe sem segir frá rannsóknaferðum Svía til Íslands, fyrr og nú. Þá skrifar jarðfræðingurinn Sverrir Scheving Thorsteinsson, um kynni sín af snjó og ís. Loks skrifar Sven Þ. Sigurðsson minningarbrot sem hann hefur tekið saman úr dagbókum föður síns, Sigurðar Þórarinssonar. Með öllum greinum fylgir mikill fjöldi ljósmynda sem teknar hafa verið sl. 70 ár.

 

Með bókinni fylgir margmiðlunardiskur sem Egill Vignisson hjá Beisik hefur unnið. Þar er efnið fengið úr hinni stórbrotnu náttúrusögu Austur-Skaftafellssýslu og skiptist í fjóra kafla: Landshættir fyrir einni öld, Á flugi í jöklaríki, Ný þekking úr jöklaheimum og Landið grær. Höfundar eru þeir sömu og skipa ritnefnd bókarinnar en það eru: Sveinn Runólfsson, Egill Jónsson og Helgi Björnsson.

 

412 bls. | 172 x 240 mm | 2004 | ISBN 9979-772-38-7

Categories: ,

Description

Hér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.

 

Egill Jónsson fjallar m.a. um sambýli Austur-Skaftfellinga við Vatnajökul allt frá landnámstíð. Sveinn Runólfsson skrifar um landkosti og landbætur í Austur-Skaftafellssýslu, gróðurskilyrði og gróðurfar og þá þróun sem hefur átt sér stað í landkostum í Austur-Skaftafellssýslu af náttúrunnar og manna völdum, einkum á síðustu áratugum. Páll Bergþórsson, fv. veðurstofustjóri, skrifar kafla sem hann kallar Tilraunasal veðranna og gerir þar grein fyrir loftslagi og jöklabreytingum allt frá landnámi og áhrif veðurfars á efnahag. Páll Imsland jarðfræðingur skrifar um landsig og landris í Hornafirði af völdum litlu-ísaldar og áhrif á náttúrufar og mannlíf. Jón Jónsson, jarðfræðingur gerir grein fyrir jarðsögu svæðisins og Guðmundur Ómar Friðleifsson skrifar um fornar eldstöðvar við Hornafjörð. Helgi Björnsson og Finnur Pálsson lýsa nýjum rannsóknum á landi undir jöklum í Austur-Skaftafellssýslu.

 

Í bókina skrifa ennfremur tveir sænskir Íslandsvinir. Carl Mannerfelt sem tók þátt í Sænsk-íslenska rannsóknaleiðangrinum á Vatnajökul 1936 og greinir hann frá minningum úr þeirri ferð og Gunnar Hoppe sem segir frá rannsóknaferðum Svía til Íslands, fyrr og nú. Þá skrifar jarðfræðingurinn Sverrir Scheving Thorsteinsson, um kynni sín af snjó og ís. Loks skrifar Sven Þ. Sigurðsson minningarbrot sem hann hefur tekið saman úr dagbókum föður síns, Sigurðar Þórarinssonar. Með öllum greinum fylgir mikill fjöldi ljósmynda sem teknar hafa verið sl. 70 ár.

 

Með bókinni fylgir margmiðlunardiskur sem Egill Vignisson hjá Beisik hefur unnið. Þar er efnið fengið úr hinni stórbrotnu náttúrusögu Austur-Skaftafellssýslu og skiptist í fjóra kafla: Landshættir fyrir einni öld, Á flugi í jöklaríki, Ný þekking úr jöklaheimum og Landið grær. Höfundar eru þeir sömu og skipa ritnefnd bókarinnar en það eru: Sveinn Runólfsson, Egill Jónsson og Helgi Björnsson.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Jöklaveröld. Náttúra og mannlíf”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *