Lýsing
1. bindi:
Æfiágrip íslenskra sagnfræðinga á 19. og 20. öld. Aftast í bókinni er fjallað um félög sagnfræðinga, einkum Sagnfræðingafélags Íslands og einnig má þar finna ýmsan fróðleik sem tengist sagnfræðingum, svo sem siðareglur, lög Sagnfræðingafélagsins, skrá yfir doktorsritgerðir íslenskra sagnfræðinga o.fl.
2. bindi
Í þessum seinni hluta ritverksins Íslenski sagnfræðingar eru nærri 50 greinar um viðfangsefni íslenskra sagnfræðinga á 20. öld. Ritið skiptist í þrennt: Í fyrsta hluta verksins er að finna úrval af greinum eftir sagnfræðinga um fræðigrein sína á tuttugustu öld. Í öðru lagi eru birtar fræðilegar sjálfsævisögur ellefu þekktra núlifandi sagnfræðinga þar sem þeir gera grein fyrir helstu áhrifavöldum í lífi sínu. Þessi sjálfsævisögubrot lýsa ágætlega þróun fræðigreinarinnar á síðustu öld og eru fróðleg til samanburðar við greinarnar í fyrsta hluta bókarinnar. Loks eru í ritinu liðlega tuttugu greinar yngri kynslóðar sagnfræðinga, það er þeirra sem hafa verið að hasla sér völl innan fræðigreinarinnar á síðasta áratug tuttugustu aldar.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.