Húsafellsætt

Í Húsafellsætt eru raktir niðjar séra Snorra Björnssonar á Húsafelli og konu hans Hildar Jónsdóttur. Niðjar þeirra eru nú um 7000 talsins og dreifast þeir víða um land, þótt enn sé mikill hluti þeirra búsettur á Vesturlandi. Í bókinni er ítarlegur inngangur um ævi séra Snorra á Húsafelli, stutt æviágrip margra eldri afkomenda hans, á þriðja þúsund ljósmyndir af niðjum og mökum þeirra, auk fjölmargra landslags- og þjóðlífsmynda víðs vegar af landinu. Ritið er tvö bindi í stóru broti, samtals 655 bls. Með framættum og nafnaskrá.

Verkið er nánast uppselt.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Húsafellsætt”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *