Yfir farinn veg með Bobby Fischer

kr. 5999

Garðar Sverrisson (Höfundur)

 

Í þessari bók birtist lifandi og áhrifamikil frásögn af hinum umdeilda Bobby Fischer, allt frá barnæskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Í bókinni kynnumst við loks manninum á bak við þann Bobby sem hingað til hefur verið heiminum ráðgáta. Hér fáum við í fyrsta sinn heilsteypta mynd af tilfinningum hans og nánu sambandi við móður sína þar sem arfur gyðinga birtist í óvæntu ljósi. Við verðum vitni að því hvernig Balkanstríðið leikur Bobby og umbreytir viðhorfum hans til Bandaríkjanna. Einnig kynnumst við því hvernig kaþólsk viðhorf efla með honum fágæta afstöðu sem enginn mannlegur máttur fær haggað – afstöðu sem á ríkan þátt í því hvernig hann mætir örlögum sínum.

 

Nokkrar umsagnir:

Sérlega vel skrifuð og áhugaverð frásögn, sem býr yfir sálfræðilegri dýpt og veitir nýja innsýn í þann flókna persónuleika sem duldist að baki goðsögninni. Bókin er sannkallaður happafengur fyrir alla skákunnendur, en hefur jafnframt mun víðari sammannlega skírskotun.
Gyrðir Elíasson

 

Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskiptum eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur, áreynslulaus og áferðarfallegur og sýnir vel færni Garðars sem rithöfundar. Lesandinn hrífst með og heillast af þessum dálítið sérlunda mönnum og það er sjaldgæft en velkomið að fá svo djúpa innsýn í vináttu tveggja fullorðinna karlmanna.
Friðrika Benónýsdóttir, Fréttatíminn 20. nóv.

 

Mér fannst þetta góð bók og las hana í einum rykk. Það er eiginlega mesta hrós sem ég get gefið nokkru riti.
Benedikt Jóhannesson, Heimur 31. okt.

 

Sannkallaður yndislestur . . . Höfundur er í raun laus við þá áþján að líta á Fischer sem eitthvert átrúnaðargoð.
Stefán Bergsson, DV 6. nóv.

 

Ég er búinn að lesa bókina, og hún er stórmerkileg. Hún sýnir Fischer í alveg nýju ljósi: Mannlegan, nærgætinn og vinalegan. Órafjarri ímyndinni um sturlaða snillinginn eða heiftúðuga ofstækismanninn. Öðrum þræði er þetta líka saga um vináttu tveggja manna sem örlögin leiddu saman, eftir öllum kúnstarinnar reglum. — Garðar er mjög flinkur höfundur og lesendur þurfa ekki að kunna mannganginn til að hrífast með.
Hrafn Jökulsson, Facebook 29. okt.

 

Í bókinni kynnumst við Bobby Fischer sem einlægum og örlátum vini, skapmiklum og skemmtilegum, íhugulum og hlédrægum. Við kynnumst bókaorminum, náttúruunnandanum, uppreisnarmanninum og mömmustráknum.
Frederic Friedel, aðalritstjóri og stofnandi Chessbase. Chessbase 3. nóv.

 

199 bls. | 135×210 | 2015 | ISBN 978-9935-458-34-

Lýsing

Í þessari bók birtist lifandi og áhrifamikil frásögn af hinum umdeilda Bobby Fischer, allt frá barnæskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Í bókinni kynnumst við loks manninum á bak við þann Bobby sem hingað til hefur verið heiminum ráðgáta. Hér fáum við í fyrsta sinn heilsteypta mynd af tilfinningum hans og nánu sambandi við móður sína þar sem arfur gyðinga birtist í óvæntu ljósi. Við verðum vitni að því hvernig Balkanstríðið leikur Bobby og umbreytir viðhorfum hans til Bandaríkjanna. Einnig kynnumst við því hvernig kaþólsk viðhorf efla með honum fágæta afstöðu sem enginn mannlegur máttur fær haggað – afstöðu sem á ríkan þátt í því hvernig hann mætir örlögum sínum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Yfir farinn veg með Bobby Fischer”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *