Lýsing
Stalín er, eins og Hitler, persónugervingur hins illa en jafnframt einn af þeim sem mótuðu heiminn eins og hann er í dag. Í þessari spennuþrungnu ævisögu sviptir Simon Sebag Montefiore hulunni af ævintýralegum ferli skósmiðssonarins frá Georgíu.
Hér er lýst erkisamsærismanninum og flóttasnillingnum sem Lenín var svo hrifinn af. Undirheimarnir voru heimavöllur Stalíns og þar voru framin hryðjuverk eins og í skáldsögum Joseph Conrads. Montefiore lýsir því hvernig sambland af glæpamenningu Kákasus og vægðarlausum hugsjónum urðu til þess að Stalín komst til valda í Kreml – og mótaði Sovétríkin í sinni brengluðu mynd.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.