Lýsing
Sigurfinnur Jónsson skotveiðimaður
Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki hefur allt frá barnæsku gengið fram af samborgurum sínum með glæfralegu háttalagi. Á vorin seig hann eftir eggjum í Drangey og kleif björg þar sem talið var illfært eða helst ófært. Og alltaf var riffillinn innan seilingar. Þá hefur Sigurfinnur stundað laxveiðar í Blöndu um áratugaskeið. Rúmlega fertugur að aldri lenti hann í hrikalegu slysi sem fátítt er að menn lifi af. Hann fékk í gegnum sig 11.000 volta háspennustraum og missti við það vinstri handlegginn upp að olnboga ásamt mestum hluta vöðvanna upp að öxl. Að auki brunni lærisvöðvar á hægra fæti inn að beini. En á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Sigurfinni að ná sér eftir slysið og í dag er hann einn þekktasti og færasti skotveiðimaður landsins. Saga Sigurfinns er rituð af sveitunga hans, Árna Gunnarssyni frá Reykjum á Reykjaströnd.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.