Útsala!

Tvisvar á ævinni. Smásögur

kr. 1490

Ágúst Borgþór Sverrisson (Höfundur)

 

Tvisvar á ævinni er fimmta smásagnasafn Ágústs Borgþórs Sverrissonar sem hefur skapað sér sérstöðu meðal íslenskra nútímahöfunda með því að helga sig smásagnaforminu. Fyrsta smásagnasafn hans, Síðasti bíllinn, kom út árið 1988 og önnur útgefin söfn eru: Í síðasta sinn (1995), Hringstiginn (1999) og Sumarið 1970 (2001). Fjölmargar af sögum þessara bóka hafa birst víðs vegar, í blöðum og tímaritum, útvarpi, skólabókum og innlendum og erlendum safnbókum. Margar af sögunum hafa jafnframt hafa unnið til ýmissa verðlauna.

 

Meðal höfundareinkenna Ágústs Borgþórs í gegnum tíðina hefur verið einfaldur, beinskeyttur en myndríkur stíll í anda ýmissa bandarískra raunsæishöfunda, t.d. Raymonds Carver; efnisvalið gjarnan uppvaxtarsögur sem fanga andrúmsloft 8. áratugarins á Íslandi. Óhætt er að segja að Tvisvar á ævinni sé um margt fjölbreyttari, margslungnari og metnaðarfyllri en fyrri bækur höfundar. Meðal viðfangsefna er bernskan sem fyrr, hjónabandið, æskuástir, framhjáhald, atvinnuleysi og ýmislegt fleira. Titill bókarinnar vísar hins vegar til meginþema sagnanna, en þær lýsa því á óvæntan og stundum dulúðugan hátt hvernig fortíðin vitjar okkar, persónurnar verða oft fyrir sömu reynslunni í annað sinn á ævinni og bregðast við henni og minningunni sem hún vekur á mismunandi hátt.

Bloggsíða Ágústs Borgþórs

 

128 bls. | 145 x 215 mm | 2004 | ISBN 9979-772-36-0

Lýsing

Tvisvar á ævinni er fimmta smásagnasafn Ágústs Borgþórs Sverrissonar sem hefur skapað sér sérstöðu meðal íslenskra nútímahöfunda með því að helga sig smásagnaforminu. Fyrsta smásagnasafn hans, Síðasti bíllinn, kom út árið 1988 og önnur útgefin söfn eru: Í síðasta sinn (1995), Hringstiginn (1999) og Sumarið 1970 (2001). Fjölmargar af sögum þessara bóka hafa birst víðs vegar, í blöðum og tímaritum, útvarpi, skólabókum og innlendum og erlendum safnbókum. Margar af sögunum hafa jafnframt hafa unnið til ýmissa verðlauna.

 

Meðal höfundareinkenna Ágústs Borgþórs í gegnum tíðina hefur verið einfaldur, beinskeyttur en myndríkur stíll í anda ýmissa bandarískra raunsæishöfunda, t.d. Raymonds Carver; efnisvalið gjarnan uppvaxtarsögur sem fanga andrúmsloft 8. áratugarins á Íslandi. Óhætt er að segja að Tvisvar á ævinni sé um margt fjölbreyttari, margslungnari og metnaðarfyllri en fyrri bækur höfundar. Meðal viðfangsefna er bernskan sem fyrr, hjónabandið, æskuástir, framhjáhald, atvinnuleysi og ýmislegt fleira. Titill bókarinnar vísar hins vegar til meginþema sagnanna, en þær lýsa því á óvæntan og stundum dulúðugan hátt hvernig fortíðin vitjar okkar, persónurnar verða oft fyrir sömu reynslunni í annað sinn á ævinni og bregðast við henni og minningunni sem hún vekur á mismunandi hátt.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Tvisvar á ævinni. Smásögur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *