Illur fengur

kr. 4990

Finnbogi Hermannsson (Höfundur)

 

Illur fengur segir frá langri afbrotasögu í afskekktu héraði við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Heimilisfólk á bæ í miðri sveit kemst upp með stórtækan sauðaþjófnað í áratugi og að því er virðist í skjóli sýslumanns sem jafnframt er þingmaður sýslunnar. Nágrannabændur kæra æ ofan í æ en verður ekki ágengt. Réttarhöld fara fram og skýrslur teknar af kærendum og meintum sauðaþjófum en þær lenda allar í harðlæstum skúffum sýslumanns.

 

Það er svo ekki fyrr en sauðaþjófarnir færa sig upp á skaftið og taka til við annars konar og augljósari afbrot í sveitinni að héraðsmönnum er ofboðið. Sýslumaður heldur uppi réttarhöldum en í miðjum klíðum tekur dómsmálaráðherra landsins suður í Reykjavík málin í sínar hendur. Þau eru ekki lengur í höndum sýslumanns Dalamanna, heldur er það sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík sem skipaður er rannsóknardómari í málinu. Er það svo með næsta ævintýralegum hætti að meintur sakamaður er ginntur suður til Reykjavíkur með aðstoð hómópata sveitarinnar og héraðslæknis við Breiðafjörð vegna handarmeins. Hann er á leið á Landspítalann með handarmeinið en í Reykjavík tekur einn af vörðum laganna á móti honum við skipshlið en ekki neinn heilbrigðisstarfsmaður frá Landspítalanum. Um þetta þegja öll málsskjöl en upphefst ófyrirséð atburðarás með miklum afleiðingum.

 

132 bls. | 135 x 210 | 2014 | ISBN 978-9935-458-20-9

Lýsing

Illur fengur segir frá langri afbrotasögu í afskekktu héraði við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Heimilisfólk á bæ í miðri sveit kemst upp með stórtækan sauðaþjófnað í áratugi og að því er virðist í skjóli sýslumanns sem jafnframt er þingmaður sýslunnar. Nágrannabændur kæra æ ofan í æ en verður ekki ágengt. Réttarhöld fara fram og skýrslur teknar af kærendum og meintum sauðaþjófum en þær lenda allar í harðlæstum skúffum sýslumanns.

 

Það er svo ekki fyrr en sauðaþjófarnir færa sig upp á skaftið og taka til við annars konar og augljósari afbrot í sveitinni að héraðsmönnum er ofboðið. Sýslumaður heldur uppi réttarhöldum en í miðjum klíðum tekur dómsmálaráðherra landsins suður í Reykjavík málin í sínar hendur. Þau eru ekki lengur í höndum sýslumanns Dalamanna, heldur er það sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík sem skipaður er rannsóknardómari í málinu. Er það svo með næsta ævintýralegum hætti að meintur sakamaður er ginntur suður til Reykjavíkur með aðstoð hómópata sveitarinnar og héraðslæknis við Breiðafjörð vegna handarmeins. Hann er á leið á Landspítalann með handarmeinið en í Reykjavík tekur einn af vörðum laganna á móti honum við skipshlið en ekki neinn heilbrigðisstarfsmaður frá Landspítalanum. Um þetta þegja öll málsskjöl en upphefst ófyrirséð atburðarás með miklum afleiðingum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Illur fengur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *