Þórsmörk

Þórsmörk skipar sérstakan sess í hugum þeirra tugþúsunda Íslendinga sem þangað hafa komið og notið þessarar einstöku náttúruperlu. Í bókinni gerir Þórður Tómasson safnvörður í Skógum skilmerkilega grein fyrir Þórsmörkinni og sögu hennar. Söguna rekur hann allt frá landnámsöld, er Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfiður bróðir hans námu þar land. Auk þess er í bókinni að finna lýsingu á nánasta umhverfi Þórsmerkur, svo sem Langanesi, Stakkholti og Goðalandi. Þá segir einnig frá nýtingu landsins á árum áður til beitar og skógarhöggs, en höfundurinn sjálfur kynntist af eigin raun smalamennsku á þessum forna afrétti Eyfellinga. Síðast en ekki síst er lýst þeim umskiptum sem orðið hafa á gróðri eftir að Þórsmörk var friðuð. Bókin er litprentuð með yfir 300 gömlum og nýjum ljósmyndum, auk fjölda leiða- og örnefnakorta.

Lýsing

Land og saga

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Þórsmörk”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *