Seiður lands og sagna III. Áfangastaðir Suðvestanlands

kr. 7499

Gísli Sigurðsson (Höfundur)

 

Hér eins og í fyrri bókum í þessari ritröð er efnið tvískipt. Ljósmyndirnar sýna flestar ýmis brot af Suðvesturlandi en auk þeirra er brugðið upp eldri myndum. Í náttúru þessa landshluta er mjög ólíka fegurð að finna, allt frá brimssorfinni strönd Reykjaness og brennisteinshveri í Krýsuvík til hæsta foss landsins í Hvalfirði, stærsta hvers á jörðinni í Deildartungu, fegurðar Húsafells og Kaldadals.

 

Helztu áfangastaðir bókarinnar eru Herdísarvík, Krýsuvík, Grindavík, Reykjanes, Hvalsnes, Stafnes, Básendar og fyrrum byggð í Hraunum. Þarnæst er viðkoma á Elliðavatni, ýmsum stöðum við Esjurætur, á Hvalfjarðarströnd og í Botni, á Hvanneyri, Hvítárvöllum, Bæ, Reykholti og Húsafelli.

 

Merkilegt og minnisstætt fólk er meginumfjöllunarefni í bókartextanum. Áherzlan er á einstakar persónur sem standa uppúr. Við förum hingað og þangað um tímann, hittum Einar Benediktsson í Herdísarvík, Hallgrím Pétursson og Guðríði á Hvalsnesi, sjáum Kristján skrifara veginn á Kirkjubóli, hittum Benedikt Sveinsson assessor og frú Valgerði á Elliðavatni, kynnumst Búa Andríðssyni úr Kjalnesingasögu og merkum Kjalnesingum frá síðustu öld.

 

Við Hvalfjörð rekumst við á Hörð Grímkelsson og Geir fóstbróður hans í Geirshólma, hittum Sveinbjörn allsherjargoða á Draghálsi og Magnús Stephensen á Leirá.

 

Norðan Skarðsheiðar heimsækjum við þjóðhagann Þórð blinda á Mófellsstöðum, kynnumst skólahaldi Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárbakka, lífsháttum og veizlum hjá Snorra Surlusyni í Reykholti; einnig merkum Húsfellingum, allt frá séra Snorra til brautryðjandans Kristleifs Þorsteinssonar og listamannsins Páls Guðmundssonar.

 

359 bls. | 235 x 309 mm | 2004 | ISBN 9979-772-34-4

Lýsing

Hér eins og í fyrri bókum í þessari ritröð er efnið tvískipt. Ljósmyndirnar sýna flestar ýmis brot af Suðvesturlandi en auk þeirra er brugðið upp eldri myndum. Í náttúru þessa landshluta er mjög ólíka fegurð að finna, allt frá brimssorfinni strönd Reykjaness og brennisteinshveri í Krýsuvík til hæsta foss landsins í Hvalfirði, stærsta hvers á jörðinni í Deildartungu, fegurðar Húsafells og Kaldadals.

 

Helztu áfangastaðir bókarinnar eru Herdísarvík, Krýsuvík, Grindavík, Reykjanes, Hvalsnes, Stafnes, Básendar og fyrrum byggð í Hraunum. Þarnæst er viðkoma á Elliðavatni, ýmsum stöðum við Esjurætur, á Hvalfjarðarströnd og í Botni, á Hvanneyri, Hvítárvöllum, Bæ, Reykholti og Húsafelli.

 

Merkilegt og minnisstætt fólk er meginumfjöllunarefni í bókartextanum. Áherzlan er á einstakar persónur sem standa uppúr. Við förum hingað og þangað um tímann, hittum Einar Benediktsson í Herdísarvík, Hallgrím Pétursson og Guðríði á Hvalsnesi, sjáum Kristján skrifara veginn á Kirkjubóli, hittum Benedikt Sveinsson assessor og frú Valgerði á Elliðavatni, kynnumst Búa Andríðssyni úr Kjalnesingasögu og merkum Kjalnesingum frá síðustu öld.

 

Við Hvalfjörð rekumst við á Hörð Grímkelsson og Geir fóstbróður hans í Geirshólma, hittum Sveinbjörn allsherjargoða á Draghálsi og Magnús Stephensen á Leirá.

 

Norðan Skarðsheiðar heimsækjum við þjóðhagann Þórð blinda á Mófellsstöðum, kynnumst skólahaldi Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárbakka, lífsháttum og veizlum hjá Snorra Surlusyni í Reykholti; einnig merkum Húsfellingum, allt frá séra Snorra til brautryðjandans Kristleifs Þorsteinssonar og listamannsins Páls Guðmundssonar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Seiður lands og sagna III. Áfangastaðir Suðvestanlands”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *