Ættir Austur-Húnvetninga

Í þessu mikla ritverki er fjallað um alla ábúendur í Austur-Húnavatnssýslu árið 1940, börn þeirra og forfeður. Verkinu er skipt í kafla eftir hreppum og er bæjum raðað í stafrófsröð. Myndir eru af flestum ábúendum og húsum þeirra jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Magnús Björnsson á Syðra-Hóli lagði grunn að verkinu á sínum tíma en árið 1990 hófst Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur handa við að auka verkið og lauk þeirri vinnu vorið 1999. Í ritinu eru yfir 1500 ljósmyndir og fjallað er um yfir 30.000 einstaklinga. Mun þetta vera eitt allra stærsta ættfræðiverk sem út hefur komið í einu lagi.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ættir Austur-Húnvetninga”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *