Seiður lands og sagna IV. Vestur undir Jökul

kr. 9377

Gísli Sigurðsson (Höfundur)

 

Í fjórðu bókinni í röðinni Seiður lands og sagna er umfjöllunarefnið Mýrasýsla og Snæfellsnes. Þótt svæðið sé ekki víðfemt bíður það upp á ótrúlega fjölbreytni og náttúrufegurð. Fyrir utan Norðurárdalinn og strönd Mýrasýslu ber hæst fegurðina innst í Hnappadal, í Eyrarsveit, við Kirkjufell í Grundarfirði, á Búðum og síðast en ekki sízt á svæðinu undir Jökli. Borg á Mýrum, Hítardalur, Helgafell, Staðastaður og Ingjaldshóll eru allt gömul höfuðból og sögustaðir, en sagnaslóðir eru við hvert fótmál. Á svæðinu eru söguslóðir Eglu, Eyrbyggju og fleiri Íslendingasagna.

 

Fjölbreytilegt mannlíf

 

Eins og hinar bækurnar fjallar þessi öðrum þræði um einstakar persónur sem uppúr hafa staðið í aldanna rás; allt frá landnámsmönnum til nútímans. Við hittum Egil Skallagrímsson og Skallagrím, föður hans, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Snorra goða á Helgafelli, Ara fróða vestur á Staðastað, Sigurð skáld Breiðfjörð, nýgiftan, vestur í Breiðuvík og Árna Thorlacius að byggja veglegasta íbúðarhús á Íslandi. Í nútíðinni er litið inn hjá Magnúsi bónda á Gilsbakka, Listsmiðjunni á Kolsstöðum og hjá Davíð á Arnbjargarlæk, Skúla Alexandersyni á Hellissandi og Guðrúnu Bergmann, gestgjafa á Hellnum.

 

Í bókinni birtast yfir 400 ljósmyndir auk málverka og teikninga eftir kunna listamenn.

 

369 bls. | 225 x 299 mm | 2006 | ISBN 9979-772-75-1

Lýsing

Í fjórðu bókinni í röðinni Seiður lands og sagna er umfjöllunarefnið Mýrasýsla og Snæfellsnes. Þótt svæðið sé ekki víðfemt bíður það upp á ótrúlega fjölbreytni og náttúrufegurð. Fyrir utan Norðurárdalinn og strönd Mýrasýslu ber hæst fegurðina innst í Hnappadal, í Eyrarsveit, við Kirkjufell í Grundarfirði, á Búðum og síðast en ekki sízt á svæðinu undir Jökli. Borg á Mýrum, Hítardalur, Helgafell, Staðastaður og Ingjaldshóll eru allt gömul höfuðból og sögustaðir, en sagnaslóðir eru við hvert fótmál. Á svæðinu eru söguslóðir Eglu, Eyrbyggju og fleiri Íslendingasagna.

 

Fjölbreytilegt mannlíf

 

Eins og hinar bækurnar fjallar þessi öðrum þræði um einstakar persónur sem uppúr hafa staðið í aldanna rás; allt frá landnámsmönnum til nútímans. Við hittum Egil Skallagrímsson og Skallagrím, föður hans, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Snorra goða á Helgafelli, Ara fróða vestur á Staðastað, Sigurð skáld Breiðfjörð, nýgiftan, vestur í Breiðuvík og Árna Thorlacius að byggja veglegasta íbúðarhús á Íslandi. Í nútíðinni er litið inn hjá Magnúsi bónda á Gilsbakka, Listsmiðjunni á Kolsstöðum og hjá Davíð á Arnbjargarlæk, Skúla Alexandersyni á Hellissandi og Guðrúnu Bergmann, gestgjafa á Hellnum.

 

Í bókinni birtast yfir 400 ljósmyndir auk málverka og teikninga eftir kunna listamenn.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Seiður lands og sagna IV. Vestur undir Jökul”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *