Löður daganna

kr. 3699

 

Löður daganna fjallar um hóp ungs vinafólks og ærslafengna leit þess að ást og hamingju í litríkri Parísarborg eftirstríðsáranna. Aðalpersónurnar eru ungur, vellauðugur og fallegur jassunnandi, Colin, Chloé kærastan hans, heimspekiunnandinn og mannvitsbrekkan Chick vinur hans og Alise vinkona hans, auk þess sem listakokkurinn og einkabílstjórinn Nicolas kemur allnokkuð við sögu. Allt leikur í lyndi hjá þeim, þau njóta lífsins í botn, dansa furðulega dansa, drekka hanastél sem blandað er í slaghörpu og borða skrýtinn og skemmtilegan mat. Skyndilega veikist Chloé af dularfullum ólæknandi sjúkdómi og dimmur skuggi leggst yfir líf þeirra.

 

Löður daganna er ástarsaga þar sem dansað er kank­víslega á mörkum draums og veruleika, hversdags og óskhyggju, en sagan er um leið óður til lífsins, ástarinnar og tónlistarinnar, einkum jasstónlistarinnar.

 

Sagan kom fyrst út árið 1947 er nú talin með merkustu skáldsögum Frakka á 20. öld. Sagan hefur alla tíð notið gríðarlegra vinsælda, tvisvar verið kvikmynduð, gerð eftir henni ópera, teiknimynd og margoft verið sett á svið. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal þrisvar á ensku.

 

Boris Vian (1920–1959) var franskur verkfræðingur, uppfinningamaður, rithöfundur, lagasmiður og jassmaður.

 

Friðrik Rafnsson íslenskaði og skrifar eftirmála.

 

271 bls. | 122 x 195 | 2016 | ISBN 9789935458414

Lýsing

Löður daganna fjallar um hóp ungs vinafólks og ærslafengna leit þess að ást og hamingju í litríkri Parísarborg eftirstríðsáranna. Aðalpersónurnar eru ungur, vellauðugur og fallegur jassunnandi, Colin, Chloé kærastan hans, heimspekiunnandinn og mannvitsbrekkan Chick vinur hans og Alise vinkona hans, auk þess sem listakokkurinn og einkabílstjórinn Nicolas kemur allnokkuð við sögu. Allt leikur í lyndi hjá þeim, þau njóta lífsins í botn, dansa furðulega dansa, drekka hanastél sem blandað er í slaghörpu og borða skrýtinn og skemmtilegan mat. Skyndilega veikist Chloé af dularfullum ólæknandi sjúkdómi og dimmur skuggi leggst yfir líf þeirra.

 

Löður daganna er ástarsaga þar sem dansað er kank­víslega á mörkum draums og veruleika, hversdags og óskhyggju, en sagan er um leið óður til lífsins, ástarinnar og tónlistarinnar, einkum jasstónlistarinnar.

 

Sagan kom fyrst út árið 1947 er nú talin með merkustu skáldsögum Frakka á 20. öld. Sagan hefur alla tíð notið gríðarlegra vinsælda, tvisvar verið kvikmynduð, gerð eftir henni ópera, teiknimynd og margoft verið sett á svið. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal þrisvar á ensku.

 

Boris Vian (1920–1959) var franskur verkfræðingur, uppfinningamaður, rithöfundur, lagasmiður og jassmaður.

 

Friðrik Rafnsson íslenskaði og skrifar eftirmála.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Löður daganna”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *