Útsala!

Nítján mínútur

kr. 4680 kr. 1990

 

Peter Houghton er 17 ára og hefur mátt þola grimmilegt einelti frá jafnöldrum sínum frá sex ára aldri. Öll þessi ár hafa kvalarar hans fundið upp á nýjum aðferðum til að niðurlægja hann þar til hann grípur loks til örþrifaráða. Hann fyllir bakpokann sinn af byssum, fer í skólann og drepur níu skólafélaga sína og einn kennara.

 

Hvað fær ungan mann til að fremja slíkan glæp? Hvaða leið á einstaklingurinn út úr óbærilegum kringumstæðum? Er í lagi að svara fyrir sig? Má maður vera öðru vísi en allir hinir? Í þessari æsispennandi sögu veltir Jodi Picoult m.a. upp þessum spurningum um sekt, samvisku og baráttu við ofurefli.

 

Umsagnir
Nítján mínútur] er heillandi og ákaflega vel gerð saga. Að einu leyti er hún glæpasaga með öllu tilheyrandi, hræðilegu blóðbaði, óvæntum uppgötvunum og uppljóstrunum á elleftu stundu, en einnig spyr hún alvarlegra grundvallarspurninga um samskipti og samspil hinna sterku og veiku, spurninga sem vekja til umhugsunar. Ef hægt er að kenna fólki samúð með öðrum, gæti Picoult verið rétti kennarinn.
– Washington Post

 

Ég las í fyrra bókina „Á ég að gæta systur minnar“ og fannst hún mjög góð. Þessi var hinsvegar ennþá betri en sú fyrri og ég hlakka mjög mikið til að fá meira efni til að lesa frá þessum höfundi, sem ég vona líka svo sannarlega að verði þýtt af sama þýðanda því það truflaði mig nákvæmlega ekki neitt að lesa söguna á íslensku því hún er svo vel þýdd.

 

Já þessi bók hélt mér það blýfastri í sætinu mínu að ég notaði jafnvel jóga-meðgöngu stellingarnar mínar til að ná að lesa aðeins lengur heldur en líkaminn leyfði á kvöldin fyrir svefninn.

 

Bókin fær algerlega fjórar stjörnur í mínum kladda og ég mæli með henni í hvaða jólapakka sem er en tek þó samt fram að málefnið sem um fjallar er oft á tíðum erfitt að lesa um og þeir sem eru viðkvæmir gætu auðveldlega fellt tár.

 

Held samt að allir hafi gott af því að lesa svona bækur og finna hversu mannleg við öll erum og að lífið sé ekki sjálfsagt heldur eitthvað sem við eigum að njóta hvern dag, hverja klukkustund og hverja mínútu. Já ef fleiri þýðingar hefðu komið út þetta árið eftir þennan höfund þá væri ég á leiðinni núna að ná mér í þá næstu.

– Kolbrún Ósk Skaftadóttir, Pennanum

 

 

508 bls. | 150×230 mm | 2007 | ISBN 978-9979-655-13-8

Lýsing

Peter Houghton er 17 ára og hefur mátt þola grimmilegt einelti frá jafnöldrum sínum frá sex ára aldri. Öll þessi ár hafa kvalarar hans fundið upp á nýjum aðferðum til að niðurlægja hann þar til hann grípur loks til örþrifaráða. Hann fyllir bakpokann sinn af byssum, fer í skólann og drepur níu skólafélaga sína og einn kennara.

 

Hvað fær ungan mann til að fremja slíkan glæp? Hvaða leið á einstaklingurinn út úr óbærilegum kringumstæðum? Er í lagi að svara fyrir sig? Má maður vera öðru vísi en allir hinir? Í þessari æsispennandi sögu veltir Jodi Picoult m.a. upp þessum spurningum um sekt, samvisku og baráttu við ofurefli.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nítján mínútur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *