Gullöld revíunnar. Revíur á Íslandi 1880–2015 – fyrra bindi

kr. 8999

Una Margrét Jónsdóttir (Höfundur)

 

Revía er gamanleikur sem gerir gys að samtíma sínum, oft með söngvum. Margir kannast við orðasambandið „gullöld revíunnar“, en þar er yfirleitt átt við revíur frá 1923–1930 og 1938–1952. Á þessum árum komu fram á Íslandi geysivinsælar revíur svo sem „Spanskar nætur“, „Haustrigningar“, „Hver maður sinn skammt“, „Nú er það svart, maður“ og „Allt í lagi, lagsi“. Revíusöngvar eins og „Tóta litla tindilfætt“, „Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum“ og „Það er draumur að vera með dáta“ hafa verið vinsælir fram á þennan dag. Í þessari bók er sögð saga íslenskra revía frá upphafi þeirra 1880 til 1957. Söguþráður revíanna er rakinn, birt brot úr þeim, sagt frá viðtökunum sem þær fengu, fjallað um höfunda og birtur listi yfir söngvana. Sérstaklega er fjallað um helstu revíuleikarana, og má þar nefna Gunnþórunni Halldórsdóttur, Alfred Andrésson, Harald Á. Sigurðsson og Auróru Halldórsdóttur. Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda og þar sem flestar eru aðeins til í handriti gefst fólki hér kostur á að kynna sér leikrit sem ófáanleg eru á prenti. Fjölmargar myndir úr revíusýningum prýða bókina. Í síðara bindi verksins verður fjallað um revíur 1957–2015.

 

480 bls. | 240×240 | 2019 | ISBN 978-9935-458-92-6

Lýsing

Revía er gamanleikur sem gerir gys að samtíma sínum, oft með söngvum. Margir kannast við orðasambandið „gullöld revíunnar“, en þar er yfirleitt átt við revíur frá 1923–1930 og 1938–1952. Á þessum árum komu fram á Íslandi geysivinsælar revíur svo sem „Spanskar nætur“, „Haustrigningar“, „Hver maður sinn skammt“, „Nú er það svart, maður“ og „Allt í lagi, lagsi“. Revíusöngvar eins og „Tóta litla tindilfætt“, „Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum“ og „Það er draumur að vera með dáta“ hafa verið vinsælir fram á þennan dag. Í þessari bók er sögð saga íslenskra revía frá upphafi þeirra 1880 til 1957. Söguþráður revíanna er rakinn, birt brot úr þeim, sagt frá viðtökunum sem þær fengu, fjallað um höfunda og birtur listi yfir söngvana. Sérstaklega er fjallað um helstu revíuleikarana, og má þar nefna Gunnþórunni Halldórsdóttur, Alfred Andrésson, Harald Á. Sigurðsson og Auróru Halldórsdóttur. Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda og þar sem flestar eru aðeins til í handriti gefst fólki hér kostur á að kynna sér leikrit sem ófáanleg eru á prenti. Fjölmargar myndir úr revíusýningum prýða bókina. Í síðara bindi verksins verður fjallað um revíur 1957–2015.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Gullöld revíunnar. Revíur á Íslandi 1880–2015 – fyrra bindi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *