Fuglalíf á Framnesvegi (kilja)

kr. 2990

Ólafur Haukur Símonarson (Höfundur)

 

Fluga á vegg eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem kom út 2008, hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Í Fuglalífi á Framnesvegi, heldur höfundur áfram að rekja uppvaxtarsögu drengsins í Vesturbæ Reykjavíkur Ólafur nær af stakri snilld að fanga tíðarandann upp úr miðri síðustu öld. Fuglalíf á Framnesvegi er bók full af gamansemi, dramatík og hugljúfum stemningum. Bók sem lætur engan ósnortinn.

 

Þessi saga með sínu spriklandi lífi færir okkur umfram allt heim sanninn um að margt hefur breyst í grundvallaratriðum í íslensku samfélagi, bæði til góðs og ills.
Ágúst Borgþór Sverrisson

 

Yndisleg bók sem lætur mann gleyma að það sé kreppa og muna hvað virkilega skiptir máli í lífinu.
Rithringur.is

 

Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað stórskemmtilegar bækur, skáldaðar ævisögur, sem heita Fluga á vegg og Fuglalíf á Framnesvegi. Bækurnar eru skemmtilega skrifaðar, fullar af húmor og hlýju.
Bókaspjall Amtbókasafns

 

Þroskasaga stráksins Óla sem elst upp í vesturbænum upp úr miðri 20. öld þegar sjórinn var hluti af lífinu. Mér hitnaði inn að hjartarótum við lestur þessarar yndislegu bókar.
Sonja B. Jónsdóttir

 

218 bls. | 195×122 | 2013 | ISBN 978-9935-458-0-70

Lýsing

Fluga á vegg eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem kom út 2008, hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Í Fuglalífi á Framnesvegi, heldur höfundur áfram að rekja uppvaxtarsögu drengsins í Vesturbæ Reykjavíkur Ólafur nær af stakri snilld að fanga tíðarandann upp úr miðri síðustu öld. Fuglalíf á Framnesvegi er bók full af gamansemi, dramatík og hugljúfum stemningum. Bók sem lætur engan ósnortinn.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fuglalíf á Framnesvegi (kilja)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *