Elliðaárdalur

Í bókinni er fjallað á aðgengilegan hátt um flest svið í náttúru og sögu Elliðaárdals allt frá elstu berglögum til nútímans. Höfundar eru þrír. Árni Hjartarson jarðfræðingur skrifar um náttúrufar í dalnum en hann hefur áður rannsakað jarðsögu dalsins sérstaklega. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir félags- og útivistarstarfsemi og skipulagi Elliðaárdals. Hann hefur manna lengst unnið að skipulagi dalsins fyrir Reykjavíkurborg. Helgi M. Sigurðsson safnvörður og sagnfræðingur skrifar um mannlíf og minjar í dalnum, enn fremur um félags- og útivistarstarfsemi ásamt Reyni, auk þess að ritstýra bókinni.

Lýsing

Land og saga

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Elliðaárdalur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *