Refskák (kilja)

kr. 1774

 

Morðingi gengur laus í Edinborg. Hver unglingsstúlkan af annarri finnst kyrkt. Hinn sukksami aðstoðarvarðstjóri, John Rebus er einn þeirra sem eltast við illvirkjann. En brátt kemur í ljós að morðinginn virðist eiga eitthvert erindi við Rebus, því honum berast undarleg skilaboð í hvert skipti sem nýtt morð er framið: bandspottar með hnútum og krossar úr eldspýtum. Hann skilur hvorki upp né niður og á meðan fjölgar fórnarlömbunum …

 

Refskák er fyrsta bókin í Rebus-seríunni og nauðsynlegur inngangur að seinni bókum Rankins um þennan einstaka lögregluforingja. Ian Rankin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti spennusagnahöfundur Breta og er um þessar mundir á hátindi ferils síns. Bækur hans seljast í milljónaupplögum um allan heim og hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál.

 

Einn fremsti krimmahöfundur samtímans.

– Árni Þórarinsson, Mbl.

 

Ian Rankin er eitt allra stærsta nafnið í breskum glæpasagnabókmenntum.

– Ekstra bladet

 

192 bls. | 122 x 195 mm | 2005 | ISBN 9979-772-45-X

Lýsing

Morðingi gengur laus í Edinborg. Hver unglingsstúlkan af annarri finnst kyrkt. Hinn sukksami aðstoðarvarðstjóri, John Rebus er einn þeirra sem eltast við illvirkjann. En brátt kemur í ljós að morðinginn virðist eiga eitthvert erindi við Rebus, því honum berast undarleg skilaboð í hvert skipti sem nýtt morð er framið: bandspottar með hnútum og krossar úr eldspýtum. Hann skilur hvorki upp né niður og á meðan fjölgar fórnarlömbunum …

 

Refskák er fyrsta bókin í Rebus-seríunni og nauðsynlegur inngangur að seinni bókum Rankins um þennan einstaka lögregluforingja. Ian Rankin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti spennusagnahöfundur Breta og er um þessar mundir á hátindi ferils síns. Bækur hans seljast í milljónaupplögum um allan heim og hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Refskák (kilja)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *