Description
Íslendingar hafa löngum dáðst að harðfengi og þrautseigju Finna við að verja frelsi sitt og sjálfstæði frammi fyrir ofurefli. Samt hefur okkur hingað til skort aðgengilegar heimildir um þá örlagaríku sögu á íslensku. Þessi bók Borgþórs Kjærnested um sögu Finnlands bætir því úr brýnni þörf. Í þeim skilningi er þetta brautryðjandaverk.
Það er síst ofmælt að saga Finna sé örlagarík. Frásögn Borgþórs af tvísýnni sjálfstæðisbaráttu finnsku þjóðarinnar á árum fyrri heimsstyrjaldar, og ógæfu borgarastríðsins í kjölfarið, er lærdómsrík. Vetrarstríðið – þegar Finnar stóðu einir í heiminum frammi fyrir ofurefli Rauða hersins – og unnu varnarsigur – eina þjóðin í Evrópu, fyrir utan Breta, sem tókst að hrinda innrás kommúnista og nasista af höndum sér og varðveita sjálfstæði sitt. Þetta segir meira en mörg orð um skapstyrk og æðruleysi finnsku þjóðarinnar þegar á reynir á örlagastundu.
Reviews
There are no reviews yet.