Kórdrengur í Kaupmannahöfn

kr. 6999

Jón Óskar Sólnes (Höfundur)

 

Á Íslandi er tæpur aldarfjórðungur frá því landið fékk sjálfstæði. Heilu hverfin rísa til að mæta brýnni húsnæðisþörf en ekki er allt sem sýnist. Dræm aflabrögð og hvarf síldarinnar verða til þess að efnahagskreppa skellur á. Þúsundir Íslendinga flytjast af landi brott á vit betri lífsskilyrða á Norðurlöndum. Margir halda á gamlar slóðir til Danmerkur. Þar bíða tækifæri en líka það vandasama hlutverk að vera útlendingar í gömlu höfuðborginni.

 

Fyrir röð óvæntra atburða á það fyrir brottfluttum íslenskum dreng að liggja að taka að sér eitt erfiðasta sönghlutverk sem hægt er að hugsa sér í kóngsins Kaupmannahöfn. Við kynnumst hörðum heimi sönglistarinnar, áskorunum, hamingju og sorg. Bókin, sem leiftrar af frásagnargleði, dregur upp ljóslifandi mynd af gömlu höfuðborginni við Eyrarsund og lífi Íslendinga þar.

 

235 bls. | 153×230 | 2020 | ISBN 978-9935-520-05-0

Lýsing

Á Íslandi er tæpur aldarfjórðungur frá því landið fékk sjálfstæði. Heilu hverfin rísa til að mæta brýnni húsnæðisþörf en ekki er allt sem sýnist. Dræm aflabrögð og hvarf síldarinnar verða til þess að efnahagskreppa skellur á. Þúsundir Íslendinga flytjast af landi brott á vit betri lífsskilyrða á Norðurlöndum. Margir halda á gamlar slóðir til Danmerkur. Þar bíða tækifæri en líka það vandasama hlutverk að vera útlendingar í gömlu höfuðborginni.

 

Fyrir röð óvæntra atburða á það fyrir brottfluttum íslenskum dreng að liggja að taka að sér eitt erfiðasta sönghlutverk sem hægt er að hugsa sér í kóngsins Kaupmannahöfn. Við kynnumst hörðum heimi sönglistarinnar, áskorunum, hamingju og sorg. Bókin, sem leiftrar af frásagnargleði, dregur upp ljóslifandi mynd af gömlu höfuðborginni við Eyrarsund og lífi Íslendinga þar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kórdrengur í Kaupmannahöfn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *