John Lennon. Ævisaga

kr. 1990

 

John Lennon (1940-80) var stofnandi vinsælustu popp/rokkhljómsveitar allra tíma, Bítlanna. Hann var sannfærður um eigin snilligáfu frá blautu barnsbeini og í lögum sínum skoðaði hann meðal annars flókinn en hnyttinn persónuleika sinn. Til að víkka sjóndeildarhringinn og auðga list sína lagði hann stund á hugleiðslu, neytti fíkniefna og gekkst undir sálgreiningu. Ferill hans tók stakkaskiptum árið 1968 þegar hann hóf samband sitt við Yoko Ono. Þegar Bítlarnir hættu og héldu hver í sína átt urðu þau John og Yoko „trúðar í þágu friðar“, og vel þekkt fyrir þátttöku í mótmælum á alþjóðavettvangi. John átti stórmerkilegan sólóferil á áttunda áratugnum, en í skugga Imagine frá 1971, sem naut mestra vinsælda. Titillag þeirrar plötu öðlaðist sérstakan sess í huga fólks eftir að hann var skotinn til bana af geðtrufluðum aðdáanda í New York þann 8. desember 1980.

 

John Lennon – Ævisaga, er gefin út til að minnast tónlistarmannsins á 25. ártíð hans. Í bókinni er í fyrsta skipti skoðað hvernig írskur uppruni Johns Lennon hafði áhrif á tónlist hans, skoðanir og lífssýn. Bók sem snertir hjörtu allra sem hana lesa.

 

– Ég er ekki einn þeirra sem segja að vegna þess að allir okkar draumar á sjöunda áratugnum rættust ekki, hafi allt sem við sögðum eða gerðum verið marklaust. Nei, það ríkir ekki friður í heiminum þrátt fyrir allt okkar erfiði, en ég trúi því samt að barátta hippanna fyrir friði og kærleika hafi verið ómaksins verð. Ef einhver stendur upp og brosir, og er svo kýldur í andlitið, þá ógildir það ekki brosið. Það var. –

– John Lennon

Lýsing

John Lennon (1940-80) var stofnandi vinsælustu popp/rokkhljómsveitar allra tíma, Bítlanna. Hann var sannfærður um eigin snilligáfu frá blautu barnsbeini og í lögum sínum skoðaði hann meðal annars flókinn en hnyttinn persónuleika sinn. Til að víkka sjóndeildarhringinn og auðga list sína lagði hann stund á hugleiðslu, neytti fíkniefna og gekkst undir sálgreiningu. Ferill hans tók stakkaskiptum árið 1968 þegar hann hóf samband sitt við Yoko Ono. Þegar Bítlarnir hættu og héldu hver í sína átt urðu þau John og Yoko „trúðar í þágu friðar“, og vel þekkt fyrir þátttöku í mótmælum á alþjóðavettvangi. John átti stórmerkilegan sólóferil á áttunda áratugnum, en í skugga Imagine frá 1971, sem naut mestra vinsælda. Titillag þeirrar plötu öðlaðist sérstakan sess í huga fólks eftir að hann var skotinn til bana af geðtrufluðum aðdáanda í New York þann 8. desember 1980.

 

John Lennon – Ævisaga, er gefin út til að minnast tónlistarmannsins á 25. ártíð hans. Í bókinni er í fyrsta skipti skoðað hvernig írskur uppruni Johns Lennon hafði áhrif á tónlist hans, skoðanir og lífssýn. Bók sem snertir hjörtu allra sem hana lesa.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “John Lennon. Ævisaga”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *