Description
John Lennon (1940-80) var stofnandi vinsælustu popp/rokkhljómsveitar allra tíma, Bítlanna. Hann var sannfærður um eigin snilligáfu frá blautu barnsbeini og í lögum sínum skoðaði hann meðal annars flókinn en hnyttinn persónuleika sinn. Til að víkka sjóndeildarhringinn og auðga list sína lagði hann stund á hugleiðslu, neytti fíkniefna og gekkst undir sálgreiningu. Ferill hans tók stakkaskiptum árið 1968 þegar hann hóf samband sitt við Yoko Ono. Þegar Bítlarnir hættu og héldu hver í sína átt urðu þau John og Yoko „trúðar í þágu friðar“, og vel þekkt fyrir þátttöku í mótmælum á alþjóðavettvangi. John átti stórmerkilegan sólóferil á áttunda áratugnum, en í skugga Imagine frá 1971, sem naut mestra vinsælda. Titillag þeirrar plötu öðlaðist sérstakan sess í huga fólks eftir að hann var skotinn til bana af geðtrufluðum aðdáanda í New York þann 8. desember 1980.
John Lennon – Ævisaga, er gefin út til að minnast tónlistarmannsins á 25. ártíð hans. Í bókinni er í fyrsta skipti skoðað hvernig írskur uppruni Johns Lennon hafði áhrif á tónlist hans, skoðanir og lífssýn. Bók sem snertir hjörtu allra sem hana lesa.
Reviews
There are no reviews yet.