Afmörkuð stund

kr. 1990

Ingólfur Margeirsson (Höfundur)

 

„Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Ingólfur Margeirsson rithöfundur og blaðamaður, var minntur harkalega á þessi orð Prédikarans í Biblíunni þegar hann fékk heilablóðfall síðsumars 2001. Skyndilega stóð hann á krossgötum; á einni svipstundu umturnaðist líf hans.

 

Afmörkuð stund er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins en öðrum þræði af hugleiðingum manns sem skyndilega er staddur í nýjum og óvæntum veruleika og þarf að laga sig að nýrri tilveru. Sagan spannar eitt ár frá áfallinu en teygir sig þó allt til dagsins í dag.

 

Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun fyrir alla þá sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu og aðstandendur þeirra. Jafnframt fjallar bókin á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru.

 

Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. – Bók sem breytir lífssýn þinni.

 

204 bls. | 210 x 135 mm | 2005 | ISBN 9979-772-56-5

Lýsing

„Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Ingólfur Margeirsson rithöfundur og blaðamaður, var minntur harkalega á þessi orð Prédikarans í Biblíunni þegar hann fékk heilablóðfall síðsumars 2001. Skyndilega stóð hann á krossgötum; á einni svipstundu umturnaðist líf hans.

 

Afmörkuð stund er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins en öðrum þræði af hugleiðingum manns sem skyndilega er staddur í nýjum og óvæntum veruleika og þarf að laga sig að nýrri tilveru. Sagan spannar eitt ár frá áfallinu en teygir sig þó allt til dagsins í dag.

 

Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun fyrir alla þá sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu og aðstandendur þeirra. Jafnframt fjallar bókin á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru.

 

Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. – Bók sem breytir lífssýn þinni.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Afmörkuð stund”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *