Seiður lands og sagna IV. Vestur undir Jökul

kr. 9377

Gísli Sigurðsson (Höfundur)

 

Í fjórðu bókinni í röðinni Seiður lands og sagna er umfjöllunarefnið Mýrasýsla og Snæfellsnes. Þótt svæðið sé ekki víðfemt bíður það upp á ótrúlega fjölbreytni og náttúrufegurð. Fyrir utan Norðurárdalinn og strönd Mýrasýslu ber hæst fegurðina innst í Hnappadal, í Eyrarsveit, við Kirkjufell í Grundarfirði, á Búðum og síðast en ekki sízt á svæðinu undir Jökli. Borg á Mýrum, Hítardalur, Helgafell, Staðastaður og Ingjaldshóll eru allt gömul höfuðból og sögustaðir, en sagnaslóðir eru við hvert fótmál. Á svæðinu eru söguslóðir Eglu, Eyrbyggju og fleiri Íslendingasagna.

 

Fjölbreytilegt mannlíf

 

Eins og hinar bækurnar fjallar þessi öðrum þræði um einstakar persónur sem uppúr hafa staðið í aldanna rás; allt frá landnámsmönnum til nútímans. Við hittum Egil Skallagrímsson og Skallagrím, föður hans, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Snorra goða á Helgafelli, Ara fróða vestur á Staðastað, Sigurð skáld Breiðfjörð, nýgiftan, vestur í Breiðuvík og Árna Thorlacius að byggja veglegasta íbúðarhús á Íslandi. Í nútíðinni er litið inn hjá Magnúsi bónda á Gilsbakka, Listsmiðjunni á Kolsstöðum og hjá Davíð á Arnbjargarlæk, Skúla Alexandersyni á Hellissandi og Guðrúnu Bergmann, gestgjafa á Hellnum.

 

Í bókinni birtast yfir 400 ljósmyndir auk málverka og teikninga eftir kunna listamenn.

 

369 bls. | 225 x 299 mm | 2006 | ISBN 9979-772-75-1

Description

Í fjórðu bókinni í röðinni Seiður lands og sagna er umfjöllunarefnið Mýrasýsla og Snæfellsnes. Þótt svæðið sé ekki víðfemt bíður það upp á ótrúlega fjölbreytni og náttúrufegurð. Fyrir utan Norðurárdalinn og strönd Mýrasýslu ber hæst fegurðina innst í Hnappadal, í Eyrarsveit, við Kirkjufell í Grundarfirði, á Búðum og síðast en ekki sízt á svæðinu undir Jökli. Borg á Mýrum, Hítardalur, Helgafell, Staðastaður og Ingjaldshóll eru allt gömul höfuðból og sögustaðir, en sagnaslóðir eru við hvert fótmál. Á svæðinu eru söguslóðir Eglu, Eyrbyggju og fleiri Íslendingasagna.

 

Fjölbreytilegt mannlíf

 

Eins og hinar bækurnar fjallar þessi öðrum þræði um einstakar persónur sem uppúr hafa staðið í aldanna rás; allt frá landnámsmönnum til nútímans. Við hittum Egil Skallagrímsson og Skallagrím, föður hans, Guðrúnu Ósvífursdóttur og Snorra goða á Helgafelli, Ara fróða vestur á Staðastað, Sigurð skáld Breiðfjörð, nýgiftan, vestur í Breiðuvík og Árna Thorlacius að byggja veglegasta íbúðarhús á Íslandi. Í nútíðinni er litið inn hjá Magnúsi bónda á Gilsbakka, Listsmiðjunni á Kolsstöðum og hjá Davíð á Arnbjargarlæk, Skúla Alexandersyni á Hellissandi og Guðrúnu Bergmann, gestgjafa á Hellnum.

 

Í bókinni birtast yfir 400 ljósmyndir auk málverka og teikninga eftir kunna listamenn.