Lífsins ferðalag

kr. 6999

Wilhelm Wessman

 

Wilhelm Wessman fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1942,  fimmti í röð sjö systkina. Árið 1952 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Wilhelm lauk prófi frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1963 og sótti sér síðan víðtækari menntun og reynslu til Kaupmannahafnar, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hann á að baki litríkan atvinnuferil hér á landi og erlendis. Þar koma meðal annars við sögu Klúbburinn, millilandaskipið Gullfoss og Hótel Saga en þar starfaði Wilhelm sem veitingastjóri, síðan aðstoðarhótelstjóri og loks framkvæmdastjóri Gildis sem annaðist veitingarekstur og skemmtanahald á hótelinu. Síðar var hann hótelstjóri á Holiday Inn í Reykjavík og ráðgjafi fyrir Holiday Inn hótelkeðjuna. Meðal verkefna Wilhelms var að standsetja hótel í Zimbabwe, Kíev og Moskvu.

 

176 bls. |153×230 | 2025 | ISBN 978-9935-520-72-2

 

 

Description

Wilhelm Wessman fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1942,  fimmti í röð sjö systkina. Árið 1952 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Wilhelm lauk prófi frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1963 og sótti sér síðan víðtækari menntun og reynslu til Kaupmannahafnar, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hann á að baki litríkan atvinnuferil hér á landi og erlendis. Þar koma meðal annars við sögu Klúbburinn, millilandaskipið Gullfoss og Hótel Saga en þar starfaði Wilhelm sem veitingastjóri, síðan aðstoðarhótelstjóri og loks framkvæmdastjóri Gildis sem annaðist veitingarekstur og skemmtanahald á hótelinu. Síðar var hann hótelstjóri á Holiday Inn í Reykjavík og ráðgjafi fyrir Holiday Inn hótelkeðjuna. Meðal verkefna Wilhelms var að standsetja hótel í Zimbabwe, Kíev og Moskvu.

 

Um aldamótin 2000 fluttist Wilhelm aftur til Íslands og gerðist sjálfstætt starfandi ráðgjafi í ferðaþjónustu. Hann hefur einnig látið sig varða málefni eldri borgara og verið virkur félagi í Flokki fólksins, meðal annars tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður.

 

Frásögn Wilhelms veitir fágæta innsýn í þróun hótelreksturs, veitingaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi og erlendis, frumkvöðlastarf, sigra og ósigra. Jafnframt er um að ræða persónulega reynslusögu, meðal annars af viðhorfum sem danskir innflytjendur og fjölskyldur þeirra mættu á Íslandi.

 

 

 

 

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Lífsins ferðalag”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *