Description
Í ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína, sem út kom árið 2007 er ekki mikið fjallað um náin samskipti hans við konur. Davíð var fámáll um einkalíf sitt og lengst af hefur lítið verið vitað með vissu um samskipti skáldsins við hitt kynið. Margt hefur þó verið sagt og skrifað um ásta-mál Davíðs, oftar en ekki byggt á hæpnum forsendum. Jafnvel eru til þeir einstaklingar sem gengið hafa svo langt að túlka sum ljóð hans með þeim hætti að þau endurspegli takmarkaðan áhuga hans á konum. Frásögnin í þessari bók sýnir að slíkar bollaleggingar eru ekki í takt við veruleikann.
Nú hafa sendibréf Davíðs til tveggja kvenna verið gerð opinber. Þau varpa ljósi á einkalíf skáldsins og sýna nýja hlið á „manninum Davíð.“ Frásögnin af ástamálum hans í þessari bók byggir að stórum hluta á þessum bréfum. En þótt Davíð ætti kærustur og ástkonur var hann einhleypur alla ævi. Mörgum hefur þótt undarlegt að „þessi gleði- og ástamaður“ yrði ein-setumaður sem aldrei festi ráð sitt. Hver var ástæðan? Var Kormákseðlinu um að kenna eins og Davíð ýjaði raunar að sjálfur? Svarið er að finna í þessari bók.
Reviews
There are no reviews yet.