Description
Glæður galdrabáls fjallar um tíma galdraótta og ofstækis. Hér er rakin saga móður og sonar sem lögðu fótgangandi í langa ferð norðan úr landi vestur á firði í leit að betri kjörum, á síðari hluta 17. aldar, þegar tíðkaðist að brenna fólk á báli fyrir galdra. Orðrómur einn einn gat leitt til galdraákæru sem kostaði lífið og vitnisburður sveitunga réði úrslitum um líf eða dauða. Í Selárdal í Arnarfirði mætti þeim mæðginum samfélag gegnsýrt af galdraofstæki sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau bæði. Sagan er sögð eftir bestu fáanlegu heimildum – skáldað í eyður þar sem vitneskju skortir – og ofin saman við sagnfræðilegar staðreyndir um atburði og tíðaranda brennualdar. Hér er fjallað um sögulega atburði og mannleg örlög af sagnfræðilegu og skáldlegu innsæi.
Reviews
There are no reviews yet.