Description
Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Þær snúast um frú de Beauséant vísigreifynju (Yfirgefna konan), frú de Langeais hertogaynju (Samnefnd saga), frú de Cadignan prinsessu (Leyndarmál frú de Cadignan prinsessu) og frú Stefaníu de Vandières (Adieu). Ástamál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti.
Reviews
There are no reviews yet.