Reiðleiðir um Ísland
Þeim fer stöðugt fjölgandi sem stunda hestamennsku á Íslandi. Höfundur bókarinnar, Sigurjón Björnsson prófessor, hefur lengi stundað hestaferðir og í þessari bók segir hann frá ferðum sínum, lýsir reiðleiðum, segir frá náttúrunni, rifjar upp sögur tengdar þeim stöðum sem riðið er um og lýsir stemningunni meðal samferðamanna og hesta. Í bókarlok er spjallað við nokkra þekka hestamenn. Bókin er litprentuð með um 300 glæsilegum ljósmyndum þar sem sjá má íslenska hestinn við ýmsar aðstæður. Þá eru í bókinni fjöldi vandaðra korta af reiðleiðum. Þetta er bók fyrir alla unnendur íslenska hestsins.
Reviews
There are no reviews yet.